Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Hólmfríður Gísladóttir og Atli Ísleifsson skrifa 27. september 2021 06:47 Olaf Scholz, kanslaraefni Sósíaldemókrata, fagnar sigri en enn er ekkert fast í hendi. epa Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. Þá fengu Græningjar metfjölda atkvæða, 14,8 prósent. Um leið og ljóst varð að Sósíaldemókratar myndu sigra kosningarnar sagði Olaf Scholz, leiðtogi flokksins, að hann hefði nú klárt umboð til að stjórna. Það mun þó ekki liggja fyrir hver tekur við af Angelu Merkel fyrr en stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Þetta hafa Kristilegir demókratar minnt á og segja ekki nóg að ná „tölfræðilegum“ meirihluta, heldur muni stjórn landsins velta á viðræðum, sem gætu jafnvel staðið fram að jólum. Scholz lýsti því yfir í morgun að hann vilji mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Þingmönnum á þýska þinginu fjölgar úr 709 í 735 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings 368 þingmanna. Sósíaldemókratar (SPD) virðast hafa tryggt sér 206 þingmenn, Kristilegir demókratar 196 þingmenn, Græningjar 118 þingmenn, Frjálslyndir (FDP) 92 þingmenn, Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 83 þingmenn, Vinstriflokkurinn (Die Linke) 39 þingmenn og Bandalag kjósenda í Suður-Slésvík (SSW) einn þingmann. Ekki var einungis kosið til þings heldur fóru einnig fram sveitarstjórnarkosningar. Í höfuðborginni Berlín hafa Sósíaldemókratar einnig ástæðu til að fagna, en ljóst er að Franziska Giffey, frambjóðandi þeirra, verður næsti borgarstjóri. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. BBC fjallar ítarlega um niðurstöður kosninganna. Fréttin hefur verið uppfærð. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Þá fengu Græningjar metfjölda atkvæða, 14,8 prósent. Um leið og ljóst varð að Sósíaldemókratar myndu sigra kosningarnar sagði Olaf Scholz, leiðtogi flokksins, að hann hefði nú klárt umboð til að stjórna. Það mun þó ekki liggja fyrir hver tekur við af Angelu Merkel fyrr en stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Þetta hafa Kristilegir demókratar minnt á og segja ekki nóg að ná „tölfræðilegum“ meirihluta, heldur muni stjórn landsins velta á viðræðum, sem gætu jafnvel staðið fram að jólum. Scholz lýsti því yfir í morgun að hann vilji mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Þingmönnum á þýska þinginu fjölgar úr 709 í 735 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings 368 þingmanna. Sósíaldemókratar (SPD) virðast hafa tryggt sér 206 þingmenn, Kristilegir demókratar 196 þingmenn, Græningjar 118 þingmenn, Frjálslyndir (FDP) 92 þingmenn, Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 83 þingmenn, Vinstriflokkurinn (Die Linke) 39 þingmenn og Bandalag kjósenda í Suður-Slésvík (SSW) einn þingmann. Ekki var einungis kosið til þings heldur fóru einnig fram sveitarstjórnarkosningar. Í höfuðborginni Berlín hafa Sósíaldemókratar einnig ástæðu til að fagna, en ljóst er að Franziska Giffey, frambjóðandi þeirra, verður næsti borgarstjóri. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. BBC fjallar ítarlega um niðurstöður kosninganna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9%
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20