Markaðurinn sér stöðugleika í niðurstöðum kosninganna Snorri Másson skrifar 27. september 2021 12:40 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir Kauphöllin er græn á fyrsta virka degi eftir Alþingiskosningar. Komið hefur fram að sitjandi ríkisstjórn á nú í viðræðum um að halda áfram samstarfinu og aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að markaðir bregðist vel við slíkum stöðugleika. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi, sem er betri tölfræði en sést hefur á síðustu vikum vegna óvissu um stjórnmálin og sömuleiðis neikvæðra tíðinda á heimsmörkuðum. Mest viðskipti í morgun hafa verið með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð og sker bankinn sig þar verulega úr. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo eða sem nemur tæpum sex prósentum. Í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim nemur hækkunin fimm og hálfu prósenti. Þá hækka bankarnir allir í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf í Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka hækka öll um þrjú til fjögur prósent. „Þetta er talsverð hækkun á hlutabréfunum og töluverð lækkun á ríkisskuldabréfunum, ekkert sem er óþekkt svosem þegar fréttir sem skipta máli koma fram sérstaklega yfir helgi þar sem markaðar eru lokaðir á meðan. Þannig að þetta er töluverð sveifla en alls ekki eitthvað sem er óalgengt,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur þá lækkað töluvert, sem Jón Bjarki telur ekki síður tíðindi. „Það má lesa sem svo að skuldabréfamegin séu markaðsaðilar kannski að vænta minni verðbólgu og meira aðhalds í ríkisfjármálum en væntingar voru um fyrir helgi, að það verði ekki eins mikil skuldsetning þegar fram í sækir og verðbólgan skaplegri,“ segir Jón Bjarki. Meirihlutinn hélt í kosningunum og formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa gefið út að þeir muni ræða möguleikann á áframhaldandi samstarfi. „Þá hafa markaðir umhverfi sem þeir þekkja og óháð horfunum um skattaumhverfi, fjármálastefnu og mögulega hættu á meiri verðbólgu þá er bara stöðugleikinn sjálfur, meiri vissa um nánustu framtíð alltaf jákvæð fyrir markaði,“ segir Jón Bjarki. Alþingiskosningar 2021 Kauphöllin Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi, sem er betri tölfræði en sést hefur á síðustu vikum vegna óvissu um stjórnmálin og sömuleiðis neikvæðra tíðinda á heimsmörkuðum. Mest viðskipti í morgun hafa verið með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð og sker bankinn sig þar verulega úr. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo eða sem nemur tæpum sex prósentum. Í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim nemur hækkunin fimm og hálfu prósenti. Þá hækka bankarnir allir í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf í Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka hækka öll um þrjú til fjögur prósent. „Þetta er talsverð hækkun á hlutabréfunum og töluverð lækkun á ríkisskuldabréfunum, ekkert sem er óþekkt svosem þegar fréttir sem skipta máli koma fram sérstaklega yfir helgi þar sem markaðar eru lokaðir á meðan. Þannig að þetta er töluverð sveifla en alls ekki eitthvað sem er óalgengt,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur þá lækkað töluvert, sem Jón Bjarki telur ekki síður tíðindi. „Það má lesa sem svo að skuldabréfamegin séu markaðsaðilar kannski að vænta minni verðbólgu og meira aðhalds í ríkisfjármálum en væntingar voru um fyrir helgi, að það verði ekki eins mikil skuldsetning þegar fram í sækir og verðbólgan skaplegri,“ segir Jón Bjarki. Meirihlutinn hélt í kosningunum og formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa gefið út að þeir muni ræða möguleikann á áframhaldandi samstarfi. „Þá hafa markaðir umhverfi sem þeir þekkja og óháð horfunum um skattaumhverfi, fjármálastefnu og mögulega hættu á meiri verðbólgu þá er bara stöðugleikinn sjálfur, meiri vissa um nánustu framtíð alltaf jákvæð fyrir markaði,“ segir Jón Bjarki.
Alþingiskosningar 2021 Kauphöllin Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent