„Myndi elska að mæta Íslandi á EM“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2021 10:00 María Þórisdóttir hefur leikið 51 landsleik fyrir Noreg og skorað tvö mörk. getty/Martin Rose Evrópumót kvenna í fótbolta verður haldið í vöggu fótboltans, Englandi, á næsta ári. Norska landsliðskonan María Þórisdóttir, sem leikur með Manchester United, hefði ekkert á móti því að lenda í riðli með „hinu“ landinu sínu, Íslandi, í riðli á EM. Evrópumótið átti að fara fram á Englandi í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið fer því fram næsta sumar og verður að öllum líkindum stærsta stórmót í sögu kvennaboltans. Meðal annars verður leikið á Old Trafford, heimavelli United, og úrslitaleikurinn fer fram á sjálfum Wembley. „Ef covid verður ekki held ég að þetta verði eitt af stærstu mótunum frá upphafi. England er eitt besta landið til að halda mót í. Vonandi verður þetta gott með mörgum áhorfendum og góðum liðum. Og vonandi vinnum við þetta,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María hefur auga með hollensku markamaskínunni Vivianne Miedema.getty/Rico Brouwer Hún segir norska liðið stefna hátt og að gera miklu betur á EM 2017. Þar tapaði Noregur öllum þremur leikjum sínum og endaði í neðsta sæti síns riðils. „Það er draumurinn. En það er of snemmt að setja sér markmið núna en við viljum líklega vera meðal þriggja efstu liða. Við viljum gera betur en á EM 2017. Það var svo slæmt,“ sagði María. Eins og alþjóð veit á hún íslenskan föður, Þóri Hergeirsson, og átti möguleika á að spila fyrir íslenska landsliðið. Það norska varð fyrir valinu en María hefur samt enn sterkar taugar til Íslands og væri til í að lenda með liðinu í riðli á EM. Klippa: María Þórisdóttir um EM og Ísland „Ég fylgist með. Það er örugglega hægt að spila við þær á EM. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast í níutíu mínútur. Það er mjög sérstakt og skiptir mig miklu að spila gegn þeim. Þetta er öðruvísi því ég er hálf íslensk. Mér finnst gaman að spila gegn þeim og myndi elska að mæta þeim á EM,“ sagði María sem lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2015. Á dögunum lék María sinn fimmtugasta landsleik fyrir Noreg. Hún hefur farið á þrjú stórmót með norska landsliðinu; HM 2015 og 2019 og EM 2017. Dregið verður í riðla á EM 28. október. Noregur er í 2. styrkleikaflokki og Ísland í þeim fjórða. Íslendingar og Norðmenn voru saman í riðli á EM 2009 og 2013. Noregur vann 1-0 sigur á EM í Finnlandi 2009 og fjórum árum seinna gerðu liðin 1-1 jafntefli í Hollandi. EM 2021 í Englandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Evrópumótið átti að fara fram á Englandi í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið fer því fram næsta sumar og verður að öllum líkindum stærsta stórmót í sögu kvennaboltans. Meðal annars verður leikið á Old Trafford, heimavelli United, og úrslitaleikurinn fer fram á sjálfum Wembley. „Ef covid verður ekki held ég að þetta verði eitt af stærstu mótunum frá upphafi. England er eitt besta landið til að halda mót í. Vonandi verður þetta gott með mörgum áhorfendum og góðum liðum. Og vonandi vinnum við þetta,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María hefur auga með hollensku markamaskínunni Vivianne Miedema.getty/Rico Brouwer Hún segir norska liðið stefna hátt og að gera miklu betur á EM 2017. Þar tapaði Noregur öllum þremur leikjum sínum og endaði í neðsta sæti síns riðils. „Það er draumurinn. En það er of snemmt að setja sér markmið núna en við viljum líklega vera meðal þriggja efstu liða. Við viljum gera betur en á EM 2017. Það var svo slæmt,“ sagði María. Eins og alþjóð veit á hún íslenskan föður, Þóri Hergeirsson, og átti möguleika á að spila fyrir íslenska landsliðið. Það norska varð fyrir valinu en María hefur samt enn sterkar taugar til Íslands og væri til í að lenda með liðinu í riðli á EM. Klippa: María Þórisdóttir um EM og Ísland „Ég fylgist með. Það er örugglega hægt að spila við þær á EM. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast í níutíu mínútur. Það er mjög sérstakt og skiptir mig miklu að spila gegn þeim. Þetta er öðruvísi því ég er hálf íslensk. Mér finnst gaman að spila gegn þeim og myndi elska að mæta þeim á EM,“ sagði María sem lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2015. Á dögunum lék María sinn fimmtugasta landsleik fyrir Noreg. Hún hefur farið á þrjú stórmót með norska landsliðinu; HM 2015 og 2019 og EM 2017. Dregið verður í riðla á EM 28. október. Noregur er í 2. styrkleikaflokki og Ísland í þeim fjórða. Íslendingar og Norðmenn voru saman í riðli á EM 2009 og 2013. Noregur vann 1-0 sigur á EM í Finnlandi 2009 og fjórum árum seinna gerðu liðin 1-1 jafntefli í Hollandi.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira