Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna Þorgils Jónsson skrifar 27. september 2021 18:31 John Hinckley Jr. verður brátt frjáls allra sinna ferða, um 40 árum eftir að hafa reynt að ráða Reagan forseta af dögum. John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. Hinckley, sem skaut Reagan fyrir utan hótel í Washingtonborg, var úrskurðaður ósakhæfur á sínum tíma. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Hinckley var haldinn þráhyggju fyrir leikkonunni Jodie Foster og vonaðist til þess að ná athygli hennar með ódæðinu. Reagan forseti var fékk skot í vinstri handarkrika. Skotið hafnaði í lunga hans og olli alvarlegum innvortis blæðingum. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal Jim Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist og lést árið 2014.Mynd/AP Hinckley sat inni á réttargeðdeild fram til ársins 2016, en hefur síðan búið hjá móður sinni í Virginíuríki undir nokkrum skilyrðum. Hann var undir eftirliti lækna og sálfræðinga og mátti ekki eiga byssu. Þá mátti hann ekki hafa samband við börn Reagans, önnur fórnarlömb eða ættingja þeirra og ekki heldur við Jodie Foster. Þeim verður nú aflétt á næsta ári, enda þykir ekki standa ógn af honum lengur. Hinckley var talinn ósakhæfur og dvaldi á réttargeðdeild allt til ársins 2016.Mynd/AP „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ hefur AP eftir alríkisdómaranum sem kvað upp þennan úrskurð. Allir aðilar væru sáttir við stöðuna, í ljósi framkomu og greininga á Hinckley. Hann hefði ekki sýnt neina ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Hinckley virðist una hag sínum vel og hefur síðasta árið flutt frumsamin ástarlög á YouTube-rás sinni. Bandaríkin Ronald Reagan Tengdar fréttir Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hinckley, sem skaut Reagan fyrir utan hótel í Washingtonborg, var úrskurðaður ósakhæfur á sínum tíma. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Hinckley var haldinn þráhyggju fyrir leikkonunni Jodie Foster og vonaðist til þess að ná athygli hennar með ódæðinu. Reagan forseti var fékk skot í vinstri handarkrika. Skotið hafnaði í lunga hans og olli alvarlegum innvortis blæðingum. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal Jim Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist og lést árið 2014.Mynd/AP Hinckley sat inni á réttargeðdeild fram til ársins 2016, en hefur síðan búið hjá móður sinni í Virginíuríki undir nokkrum skilyrðum. Hann var undir eftirliti lækna og sálfræðinga og mátti ekki eiga byssu. Þá mátti hann ekki hafa samband við börn Reagans, önnur fórnarlömb eða ættingja þeirra og ekki heldur við Jodie Foster. Þeim verður nú aflétt á næsta ári, enda þykir ekki standa ógn af honum lengur. Hinckley var talinn ósakhæfur og dvaldi á réttargeðdeild allt til ársins 2016.Mynd/AP „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ hefur AP eftir alríkisdómaranum sem kvað upp þennan úrskurð. Allir aðilar væru sáttir við stöðuna, í ljósi framkomu og greininga á Hinckley. Hann hefði ekki sýnt neina ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Hinckley virðist una hag sínum vel og hefur síðasta árið flutt frumsamin ástarlög á YouTube-rás sinni.
Bandaríkin Ronald Reagan Tengdar fréttir Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26
James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20