Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel Snorri Másson skrifar 27. september 2021 20:03 Til vinstri Olaf Scholz, líklega verðandi kanslari Þýskalands, til hægri Maximilian Conrad stjórnmálafræðiprófessor, og svo þarf ekki að segja neinum hver á hendurnar á myndinni úr þýska þinginu. Getty Images/Vísir Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel. Niðurstöður kosninganna í Þýskalandi eru skýrar. Jafnaðarmenn bæta við sig 5,2 prósentum og kristilegir demókratar missa átta prósentustig. Báðir mætast þeir stórflokkarnir því í sömu stöðu, í kringum 25%. Eftir þetta afhroð hægrimanna, sem hafa ekki náð vopnum sínum eftir að Merkel hvarf af sviðinu, er ljóst að Þjóðverjar búa ekki við sama munað og Íslendingar - að fljóta rólega í faðm svipaðrar ríkisstjórnar. „Í dag, deginum eftir kosningar, getur maður engan veginn sagt til um hvernig stjórn verður mynduð. Núna þurfa flokkarnir bara að tala saman, en allir hafa þeir gefið út að þeir vilji ræða við alla flokkana,“ segir Maximilian Conrad, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Mest hallast fólk að stjórn jafnaðarmanna með Frjálsum demókrötum og Græningjum, en viðræðurnar eiga það til að dragast á langinn, síðast tóku þær hálft ár, og á meðan starfar núverandi stjórn áfram. „Gárungarnir eru þegar farnir að grínast með þetta og einn blaðamaðurinn spurði í gær hvort það stefndi í að Angela Merkel flytti enn eitt nýársávarpið,“ segir Maximilian. Heimsfræg líkamsstaða Angelu Merkel Þjóðverjar fara ekki varhluta af þeirri alþjóðlegu þróun að smáflokkum fjölgar. „Maður sér þetta á Íslandi líka. Stjórnmálarófið er að verða brotakenndara, flokkarnir eru fleiri og minni, og það hefur auðvitað þær afleiðingar að stjórnarmyndunarviðræður verða sífellt flóknari enda þurfa fleiri að taka þátt í þeim.“ Kanslarinn fráfarandi hefur skilið eftir sig stórt skarð hjá kristilegum demókrötum.A.v.Stocki/ullstein bild - Getty Images Veldur þetta almennri vinstrisveiflu í þýskum stjórnmálum? „Nei það sé ég alls ekki fyrir mér. Í fyrsta lagi útiloka niðurstöður kosninganna að að jafnaðarmenn, græningjar og vinstrimenn myndi saman stjórn og því tel ég vinstrisveiflu ólíklega. Við það bætist að Olaf Scholz var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Merkel og hefur, í takti við það, viljað bjóða upp á órofið áframhald þeirra stjórnarhátta. Hann hefur meira að segja stillt sér upp sem hinum náttúrulega arftaka Angelu Merkel í kosningabaráttunni - og haldið á lofti tíglinum, hinum fræga látbragðstígli Angelu Merkel. Scholz hefur stundað tígulinn í kosningabaráttunni.“ Þýskaland Tengdar fréttir Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46 Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Niðurstöður kosninganna í Þýskalandi eru skýrar. Jafnaðarmenn bæta við sig 5,2 prósentum og kristilegir demókratar missa átta prósentustig. Báðir mætast þeir stórflokkarnir því í sömu stöðu, í kringum 25%. Eftir þetta afhroð hægrimanna, sem hafa ekki náð vopnum sínum eftir að Merkel hvarf af sviðinu, er ljóst að Þjóðverjar búa ekki við sama munað og Íslendingar - að fljóta rólega í faðm svipaðrar ríkisstjórnar. „Í dag, deginum eftir kosningar, getur maður engan veginn sagt til um hvernig stjórn verður mynduð. Núna þurfa flokkarnir bara að tala saman, en allir hafa þeir gefið út að þeir vilji ræða við alla flokkana,“ segir Maximilian Conrad, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Mest hallast fólk að stjórn jafnaðarmanna með Frjálsum demókrötum og Græningjum, en viðræðurnar eiga það til að dragast á langinn, síðast tóku þær hálft ár, og á meðan starfar núverandi stjórn áfram. „Gárungarnir eru þegar farnir að grínast með þetta og einn blaðamaðurinn spurði í gær hvort það stefndi í að Angela Merkel flytti enn eitt nýársávarpið,“ segir Maximilian. Heimsfræg líkamsstaða Angelu Merkel Þjóðverjar fara ekki varhluta af þeirri alþjóðlegu þróun að smáflokkum fjölgar. „Maður sér þetta á Íslandi líka. Stjórnmálarófið er að verða brotakenndara, flokkarnir eru fleiri og minni, og það hefur auðvitað þær afleiðingar að stjórnarmyndunarviðræður verða sífellt flóknari enda þurfa fleiri að taka þátt í þeim.“ Kanslarinn fráfarandi hefur skilið eftir sig stórt skarð hjá kristilegum demókrötum.A.v.Stocki/ullstein bild - Getty Images Veldur þetta almennri vinstrisveiflu í þýskum stjórnmálum? „Nei það sé ég alls ekki fyrir mér. Í fyrsta lagi útiloka niðurstöður kosninganna að að jafnaðarmenn, græningjar og vinstrimenn myndi saman stjórn og því tel ég vinstrisveiflu ólíklega. Við það bætist að Olaf Scholz var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Merkel og hefur, í takti við það, viljað bjóða upp á órofið áframhald þeirra stjórnarhátta. Hann hefur meira að segja stillt sér upp sem hinum náttúrulega arftaka Angelu Merkel í kosningabaráttunni - og haldið á lofti tíglinum, hinum fræga látbragðstígli Angelu Merkel. Scholz hefur stundað tígulinn í kosningabaráttunni.“
Þýskaland Tengdar fréttir Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46 Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47
Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48