Erlent

Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug

Þorgils Jónsson skrifar
Kim Jong Un á fundi kóreska verkamannaflokksins í júní.
Kim Jong Un á fundi kóreska verkamannaflokksins í júní. AP/Korean Central News Agency

Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda.

Ríkisfjölmiðillinn Rodong Sinmun flutti þessa frétt og fréttaþjónustan NK News segir frá. Eldflaugin ber heitið Hwasong-8 og er að sögn Rodong Sinmun eitt af fimm lykilverkefnum í vopnaþróunaráætlun stjórnvalda í Pjonjang.

Eldflauginni var skotið upp frá Jajang-héraði í norðurhluta landsins. Ekki var gefið upp hvar flaugin lenti, en herinn sagði að flugið hafi gengið samkvæmt áætlun.

Þetta er þriðja eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði, en áður höfðu þau skotið upp langdrægri stýrieldflaug og kynnt búnað sem gerir þeim kleift að skjóta eldflaugum af járnbrautarlest á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×