Slæma stelpan og fyrrverandi UFC drottningin Ronda Rousey orðin móðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 07:01 Ronda Rousey ásamt eiginmanni og barnsföður sínum. Paul Archuleta/FilmMagic Hin 34 ára gamla Ronda Rousey birti færslu á Instagram-síðu þess efnis að hún hefði eignast stúlkubarn með eiginmanni sínum Travis Browne. Travis, líkt og Ronda, keppti einnig í UFC á sínum tíma og því er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða íþrótt hin nýfædda Makalapuaokalanipō Browne mun stunda þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) Hvað varðar frægð og frama í íþróttinni þá kemst Travis ekki með tærnar þar sem Ronda hafði hælana en hún var óumdeilanlega ein stærsta stjarna íþróttarinnar þegar stjarna hennar skein sem skærast. „Rowdy“ Ronda Rousey var þegar orðin stórt nafn innan bardagasenunnar Vestanhafs áður en hún samdi við UFC árið 2012. Varð hún þar með fyrsta konan til að semja við UFC-samsteypuna. Ronda var einfaldlega ósigrandi næstu árin og vann hvern bardagann á fætur öðrum. Hún var þekkt fyrir að jarða andstæðinga sína strax í upphafi, til að mynda vann hún einn bardaga á aðeins 14 sekúndum. Ronda Rousey lét verkin tala í hringnum.Vísir/Getty Í nóvember 2015 kom fyrsta tapið en hún var þá þegar farin að einbeita sér að öðru en UFC. Tapið kom gegn Holly Holm og tók það Rondu dágóðan tíma að jafna sig. Ári síðar tapaði hún aftur og hefur hún ekki keppt í UFC síðan. Ronda var mjög fær í júdó og vann til að mynda til verðlauna á Ólympíuleikunum 2008. Hún var einnig mikill aðdáandi glímu og færði sig tímabundið yfir í WWE-glímu. Þá hefur hún verið dugleg að láta til sín taka á öðrum sviðum, meðal annars tölvuleikjum. Sumarið 2017 - ári áður en hún var tekin inn í frægðarhöll UFC - má segja að ferill Rondu Rousey hafi náð hápunkti, allavega á Íslandi. Hún var þá stór hluti af sumarsmellnum B.O.B.A sem sunginn var af þeim JóaPé og Króla. Lagið fór líkt og eldur um sinu á útvarpsstöðvum landsins og var spilað oftar en góðu hófi gegnir. Í viðlagi lagsins - sem hefur verið spilað 3.290.907 sinnum á Spotify þegar fréttin er skrifuð - syngja þeir félagar: „Slæmar stelpur gera mig svo rousey eins og Ronda.“ Ronda Rousey hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Expendables 3, Furious 7, Entourage, Mile 22 og Charlie´s Angels ásamt fjölda sjónvarpsþátta. Ronda Rousey is now officially the first person in human history to be a @WWE Champion, UFC Champion and a mom! Congrats to Ronda & Travis! pic.twitter.com/SGLJsWQTsc— Ryan Pappolla (@BodieIsRyan) September 28, 2021 Nú hefur hin 34 ára gamla Ronda ákveðið að taka að sér enn eitt hlutverkið og má reikna með að hún tækli það af sinni alkunni snilld. Tímamót Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira
Travis, líkt og Ronda, keppti einnig í UFC á sínum tíma og því er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða íþrótt hin nýfædda Makalapuaokalanipō Browne mun stunda þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) Hvað varðar frægð og frama í íþróttinni þá kemst Travis ekki með tærnar þar sem Ronda hafði hælana en hún var óumdeilanlega ein stærsta stjarna íþróttarinnar þegar stjarna hennar skein sem skærast. „Rowdy“ Ronda Rousey var þegar orðin stórt nafn innan bardagasenunnar Vestanhafs áður en hún samdi við UFC árið 2012. Varð hún þar með fyrsta konan til að semja við UFC-samsteypuna. Ronda var einfaldlega ósigrandi næstu árin og vann hvern bardagann á fætur öðrum. Hún var þekkt fyrir að jarða andstæðinga sína strax í upphafi, til að mynda vann hún einn bardaga á aðeins 14 sekúndum. Ronda Rousey lét verkin tala í hringnum.Vísir/Getty Í nóvember 2015 kom fyrsta tapið en hún var þá þegar farin að einbeita sér að öðru en UFC. Tapið kom gegn Holly Holm og tók það Rondu dágóðan tíma að jafna sig. Ári síðar tapaði hún aftur og hefur hún ekki keppt í UFC síðan. Ronda var mjög fær í júdó og vann til að mynda til verðlauna á Ólympíuleikunum 2008. Hún var einnig mikill aðdáandi glímu og færði sig tímabundið yfir í WWE-glímu. Þá hefur hún verið dugleg að láta til sín taka á öðrum sviðum, meðal annars tölvuleikjum. Sumarið 2017 - ári áður en hún var tekin inn í frægðarhöll UFC - má segja að ferill Rondu Rousey hafi náð hápunkti, allavega á Íslandi. Hún var þá stór hluti af sumarsmellnum B.O.B.A sem sunginn var af þeim JóaPé og Króla. Lagið fór líkt og eldur um sinu á útvarpsstöðvum landsins og var spilað oftar en góðu hófi gegnir. Í viðlagi lagsins - sem hefur verið spilað 3.290.907 sinnum á Spotify þegar fréttin er skrifuð - syngja þeir félagar: „Slæmar stelpur gera mig svo rousey eins og Ronda.“ Ronda Rousey hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Expendables 3, Furious 7, Entourage, Mile 22 og Charlie´s Angels ásamt fjölda sjónvarpsþátta. Ronda Rousey is now officially the first person in human history to be a @WWE Champion, UFC Champion and a mom! Congrats to Ronda & Travis! pic.twitter.com/SGLJsWQTsc— Ryan Pappolla (@BodieIsRyan) September 28, 2021 Nú hefur hin 34 ára gamla Ronda ákveðið að taka að sér enn eitt hlutverkið og má reikna með að hún tækli það af sinni alkunni snilld.
Tímamót Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira