Pepsi Max tölur: Guy Smit bjargaði tvöfalt fleiri mörkum en sá næstbesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 13:30 Guy Smit ver skot í lokaleiknum á móti Víkingi. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Leiknis héldu sæti sínu í Pepsi Max deild karla í sumar og það er ekki síst þökk sé hetjudáðum hollenska markvarðarins Guy Smit. Tölfræðin sýnir þetta svart á hvítu. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Guy Smit var sá markvörður í deildinni sem bjargaði flestum mörkum með markvörslum sínum samkvæmt úttekt Wyscout. Alls sá Smit til þess að Leiknisliðið fékk á sig 11,8 færri mörk en liðið hefði að öllu eðlilegu átt að fá á sig þegar kemur að markalíkum eða XG eins og það er skammstafað á ensku. Guy Smit fékk á sig 30 mörk í leikjunum 22 en hann varði alls 91 skot eða fleiri en allir markmenn deildarinnar. Smit kom í veg fyrir hálft mark á hverjum níutíu mínútum sem hann spilaði. Sá sem kom í fyrir næstflest mörk var markvörður Keflvíkinga, Sindri Kristinn Ólafsson, sem bjargaði 5,34 mörkum. Þriðji var síðan KA-markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem bjargaði 5,26 mörkum. Víkingurinn Ingvar Jónsson lék bara sjö leiki en náði samt sjötta sæti listans. Það var aðeins Guy Smit sem bjargaði fleiri mörkum á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Á hinum enda töflunnar var síðan HK-markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson sem fékk á sig 8,91 fleiri mörk en hann átti að fá á sig. Á undan honum var Fylkismarkvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason sem fékk á sig 4,83 fleiri mörk en markalíkur gáfu tilefni til. Ólafur Kristófer spilaði hins vegar aðeins fimm leiki og kom því ekki vel út á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70 Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Guy Smit var sá markvörður í deildinni sem bjargaði flestum mörkum með markvörslum sínum samkvæmt úttekt Wyscout. Alls sá Smit til þess að Leiknisliðið fékk á sig 11,8 færri mörk en liðið hefði að öllu eðlilegu átt að fá á sig þegar kemur að markalíkum eða XG eins og það er skammstafað á ensku. Guy Smit fékk á sig 30 mörk í leikjunum 22 en hann varði alls 91 skot eða fleiri en allir markmenn deildarinnar. Smit kom í veg fyrir hálft mark á hverjum níutíu mínútum sem hann spilaði. Sá sem kom í fyrir næstflest mörk var markvörður Keflvíkinga, Sindri Kristinn Ólafsson, sem bjargaði 5,34 mörkum. Þriðji var síðan KA-markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem bjargaði 5,26 mörkum. Víkingurinn Ingvar Jónsson lék bara sjö leiki en náði samt sjötta sæti listans. Það var aðeins Guy Smit sem bjargaði fleiri mörkum á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Á hinum enda töflunnar var síðan HK-markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson sem fékk á sig 8,91 fleiri mörk en hann átti að fá á sig. Á undan honum var Fylkismarkvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason sem fékk á sig 4,83 fleiri mörk en markalíkur gáfu tilefni til. Ólafur Kristófer spilaði hins vegar aðeins fimm leiki og kom því ekki vel út á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70
Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00