Pepsi Max tölur: Guy Smit bjargaði tvöfalt fleiri mörkum en sá næstbesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 13:30 Guy Smit ver skot í lokaleiknum á móti Víkingi. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Leiknis héldu sæti sínu í Pepsi Max deild karla í sumar og það er ekki síst þökk sé hetjudáðum hollenska markvarðarins Guy Smit. Tölfræðin sýnir þetta svart á hvítu. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Guy Smit var sá markvörður í deildinni sem bjargaði flestum mörkum með markvörslum sínum samkvæmt úttekt Wyscout. Alls sá Smit til þess að Leiknisliðið fékk á sig 11,8 færri mörk en liðið hefði að öllu eðlilegu átt að fá á sig þegar kemur að markalíkum eða XG eins og það er skammstafað á ensku. Guy Smit fékk á sig 30 mörk í leikjunum 22 en hann varði alls 91 skot eða fleiri en allir markmenn deildarinnar. Smit kom í veg fyrir hálft mark á hverjum níutíu mínútum sem hann spilaði. Sá sem kom í fyrir næstflest mörk var markvörður Keflvíkinga, Sindri Kristinn Ólafsson, sem bjargaði 5,34 mörkum. Þriðji var síðan KA-markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem bjargaði 5,26 mörkum. Víkingurinn Ingvar Jónsson lék bara sjö leiki en náði samt sjötta sæti listans. Það var aðeins Guy Smit sem bjargaði fleiri mörkum á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Á hinum enda töflunnar var síðan HK-markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson sem fékk á sig 8,91 fleiri mörk en hann átti að fá á sig. Á undan honum var Fylkismarkvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason sem fékk á sig 4,83 fleiri mörk en markalíkur gáfu tilefni til. Ólafur Kristófer spilaði hins vegar aðeins fimm leiki og kom því ekki vel út á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70 Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Guy Smit var sá markvörður í deildinni sem bjargaði flestum mörkum með markvörslum sínum samkvæmt úttekt Wyscout. Alls sá Smit til þess að Leiknisliðið fékk á sig 11,8 færri mörk en liðið hefði að öllu eðlilegu átt að fá á sig þegar kemur að markalíkum eða XG eins og það er skammstafað á ensku. Guy Smit fékk á sig 30 mörk í leikjunum 22 en hann varði alls 91 skot eða fleiri en allir markmenn deildarinnar. Smit kom í veg fyrir hálft mark á hverjum níutíu mínútum sem hann spilaði. Sá sem kom í fyrir næstflest mörk var markvörður Keflvíkinga, Sindri Kristinn Ólafsson, sem bjargaði 5,34 mörkum. Þriðji var síðan KA-markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem bjargaði 5,26 mörkum. Víkingurinn Ingvar Jónsson lék bara sjö leiki en náði samt sjötta sæti listans. Það var aðeins Guy Smit sem bjargaði fleiri mörkum á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Á hinum enda töflunnar var síðan HK-markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson sem fékk á sig 8,91 fleiri mörk en hann átti að fá á sig. Á undan honum var Fylkismarkvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason sem fékk á sig 4,83 fleiri mörk en markalíkur gáfu tilefni til. Ólafur Kristófer spilaði hins vegar aðeins fimm leiki og kom því ekki vel út á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70
Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00