Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2021 06:01 Þau Sara Linneth og Herra Hnetusmjör eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. Herra Hnetusmjör er einn vinsælasti tónlistarmaður og rappari Íslands. Hann vakti fyrst athygli árið 2014 en síðan þá hefur ekkert lát verið á vinsældum hans. Þá hefur hann einnig látið til sín taka í atvinnulífinu undanfarin misseri. Hann opnaði skemmtistaðinn 203 í Austurstræti á síðasta ári og verslunina Vörina í Kópavogi nú í sumar. Hans betri helmingur, Sara Linneth, er nýútskrifaður tómstunda- og félagsmálafræðingur, ásamt því að hafa verið í fæðingarorlofi. Parið eignaðist soninn Björgvin Úlf á síðasta ári en nú er Sara ólétt af þeirra öðru barni sem væntanlegt er í heiminn í janúar. Þau Herra Hnetusmjör og Sara voru gestir í 24. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Búinn að keyra sig í kaf, kominn í sloppinn og bjóst ekki við að finna ástina Í þættinum segja þau Herra Hnetusmjör og Sara frá því þegar ástin bankaði upp á á óvæntum stað. „Hefurðu heyrt um afeitrunarmiðstöðina Vog? Við kynntumst þar ... Maður var bara búinn að keyra sig í kaf og kominn í sloppinn og bjóst ekkert endilega við því að finna ástina þar,“ segir Herra Hnetusmjör um þeirra fyrstu kynni. Þau segja að það sé sérstaklega tekið fram í fyrirlestrum í meðferðinni að maður eigi að forðast ástarsambönd þar inni og að það sé sérstaklega mælt gegn því að tveir nýliðar slái sér upp saman. „Yfirleitt ferðu á einhvers konar niðurtröppunarlyf sem ég reyndar fór ekki á af því ég laug að lækninum að ég hefði ekki verið á neinu öðru en áfengi ... Þetta lyf heitir Librium og það er talað um Librium Love, því þú verður svolítið svona ruglaður á því,“ lýsir Herra Hnetusmjör. „Ég var með þannig sko. Ég bara ætlaði að eiga þennan mann,“ segir Sara þá. Sara segir þó að rannsóknir hafi sýnt fram á að 99% ástarsambanda sem verða til í meðferð endist ekki. „Við erum bara eitt af fáum dæmum þar sem þetta gengur upp. Oft er það þannig að eitthvað par verður „ástfangið“ í meðferð, fer saman út og ætlar að sigra heiminn en dettur svo í það.“ Sara segir þó að ástarsamband þeirra hafi ekki fengið neitt sérstaklega góðar viðtökur fyrst um sinn meðal fjölskyldu hennar. „Það var náttúrlega ekkert rosalega vel tekið í það þegar ég kem út af Vogi og segist hafa kynnst rappara ... En síðan var honum bara tekið mjög opnum örmum og ég held hann hafi komið öllum mjög mikið á óvart og sjarmað alla upp úr skónum,“ segir hún. „Ef það væri gerð grein um Snoop Dogg þá væri ekkert talað um Calvin Broadus“ Herra Hnetusmjör hefur verið mikið viðloðinn íslenskt skemmtanalíf sökum tónlistarferilsins og skemmtistaðarins 203 sem hann rekur. Hann segir það þó ekki hafa haft nein áhrif á edrúmennskuna. „Ég er ekkert mikið á staðnum nema bara þegar ég er að spila. Ég hef kíkt einu sinni þegar ég er ekki að spila bara til þess að sjá hvernig stemningin er. Þannig þetta helst bara vel í hendur og ég er náttúrlega ekki að fá mér. Ég er náttúrlega búinn að spila í gegnum alla edrúmennskuna.“ Herra Hnetusmjör er listamannsnafn Árna Páls Árnasonar. Hann vill þó eingöngu ganga undir listamannsnafninu og segir það vera markaðssetningarinnar vegna. Hann segist hafa lent í því að vera titlaður sem Árni Páll í viðtölum og segist hann í þeim tilfellum ekki hika við að hringja í fjölmiðla og biðja þá um að breyta nafninu. „Mér finnst þetta líka vera smá niðrandi fyrir rappara. Þetta er gert á Íslandi en ef það væri gerð grein á TMZ um Snoop Dogg, þá væri ekkert talað um Calvin Broadus. Mér finnst smá verið að gera grín að þessu „litla“ rappnafni.“ Herra Hnetusmjör tók nafnið fyrst upp í gríni þegar hann var í 7. bekk. Þegar hann fór svo að rappa fyrir alvöru nokkrum árum seinna, ákvað hann að halda sig við nafnið. Hann segir listamannsnafnið hafa reynst sér vel sökum þess hve fáránlegt það sé. „Ég fæ strax neikvæð viðbrögð bara „hvaða fáviti er þetta!?“ og þau halda að ég sé ömurlegur.“ „Svo heyra þau eitthvað lag og bara „ókei þetta er reyndar alveg mjög gott, sérstaklega miðað við að það að hann kallar sig Herra Hnetusmjör“ Þannig lagið verður betra fyrir vikið.“ Í þættinum segja þau einnig frá menningarsjokki sem Herra Hnetusmjör fékk þegar honum var boðið í kaffiboð hjá foreldrum Söru í upphafi sambands þeirra. Þá ræða þau fjölskyldulífið, tónlistarferilinn, rómantíkina og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Herra Hnetusmjör og Söru Linneth í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Herra Hnetusmjör er einn vinsælasti tónlistarmaður og rappari Íslands. Hann vakti fyrst athygli árið 2014 en síðan þá hefur ekkert lát verið á vinsældum hans. Þá hefur hann einnig látið til sín taka í atvinnulífinu undanfarin misseri. Hann opnaði skemmtistaðinn 203 í Austurstræti á síðasta ári og verslunina Vörina í Kópavogi nú í sumar. Hans betri helmingur, Sara Linneth, er nýútskrifaður tómstunda- og félagsmálafræðingur, ásamt því að hafa verið í fæðingarorlofi. Parið eignaðist soninn Björgvin Úlf á síðasta ári en nú er Sara ólétt af þeirra öðru barni sem væntanlegt er í heiminn í janúar. Þau Herra Hnetusmjör og Sara voru gestir í 24. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Búinn að keyra sig í kaf, kominn í sloppinn og bjóst ekki við að finna ástina Í þættinum segja þau Herra Hnetusmjör og Sara frá því þegar ástin bankaði upp á á óvæntum stað. „Hefurðu heyrt um afeitrunarmiðstöðina Vog? Við kynntumst þar ... Maður var bara búinn að keyra sig í kaf og kominn í sloppinn og bjóst ekkert endilega við því að finna ástina þar,“ segir Herra Hnetusmjör um þeirra fyrstu kynni. Þau segja að það sé sérstaklega tekið fram í fyrirlestrum í meðferðinni að maður eigi að forðast ástarsambönd þar inni og að það sé sérstaklega mælt gegn því að tveir nýliðar slái sér upp saman. „Yfirleitt ferðu á einhvers konar niðurtröppunarlyf sem ég reyndar fór ekki á af því ég laug að lækninum að ég hefði ekki verið á neinu öðru en áfengi ... Þetta lyf heitir Librium og það er talað um Librium Love, því þú verður svolítið svona ruglaður á því,“ lýsir Herra Hnetusmjör. „Ég var með þannig sko. Ég bara ætlaði að eiga þennan mann,“ segir Sara þá. Sara segir þó að rannsóknir hafi sýnt fram á að 99% ástarsambanda sem verða til í meðferð endist ekki. „Við erum bara eitt af fáum dæmum þar sem þetta gengur upp. Oft er það þannig að eitthvað par verður „ástfangið“ í meðferð, fer saman út og ætlar að sigra heiminn en dettur svo í það.“ Sara segir þó að ástarsamband þeirra hafi ekki fengið neitt sérstaklega góðar viðtökur fyrst um sinn meðal fjölskyldu hennar. „Það var náttúrlega ekkert rosalega vel tekið í það þegar ég kem út af Vogi og segist hafa kynnst rappara ... En síðan var honum bara tekið mjög opnum örmum og ég held hann hafi komið öllum mjög mikið á óvart og sjarmað alla upp úr skónum,“ segir hún. „Ef það væri gerð grein um Snoop Dogg þá væri ekkert talað um Calvin Broadus“ Herra Hnetusmjör hefur verið mikið viðloðinn íslenskt skemmtanalíf sökum tónlistarferilsins og skemmtistaðarins 203 sem hann rekur. Hann segir það þó ekki hafa haft nein áhrif á edrúmennskuna. „Ég er ekkert mikið á staðnum nema bara þegar ég er að spila. Ég hef kíkt einu sinni þegar ég er ekki að spila bara til þess að sjá hvernig stemningin er. Þannig þetta helst bara vel í hendur og ég er náttúrlega ekki að fá mér. Ég er náttúrlega búinn að spila í gegnum alla edrúmennskuna.“ Herra Hnetusmjör er listamannsnafn Árna Páls Árnasonar. Hann vill þó eingöngu ganga undir listamannsnafninu og segir það vera markaðssetningarinnar vegna. Hann segist hafa lent í því að vera titlaður sem Árni Páll í viðtölum og segist hann í þeim tilfellum ekki hika við að hringja í fjölmiðla og biðja þá um að breyta nafninu. „Mér finnst þetta líka vera smá niðrandi fyrir rappara. Þetta er gert á Íslandi en ef það væri gerð grein á TMZ um Snoop Dogg, þá væri ekkert talað um Calvin Broadus. Mér finnst smá verið að gera grín að þessu „litla“ rappnafni.“ Herra Hnetusmjör tók nafnið fyrst upp í gríni þegar hann var í 7. bekk. Þegar hann fór svo að rappa fyrir alvöru nokkrum árum seinna, ákvað hann að halda sig við nafnið. Hann segir listamannsnafnið hafa reynst sér vel sökum þess hve fáránlegt það sé. „Ég fæ strax neikvæð viðbrögð bara „hvaða fáviti er þetta!?“ og þau halda að ég sé ömurlegur.“ „Svo heyra þau eitthvað lag og bara „ókei þetta er reyndar alveg mjög gott, sérstaklega miðað við að það að hann kallar sig Herra Hnetusmjör“ Þannig lagið verður betra fyrir vikið.“ Í þættinum segja þau einnig frá menningarsjokki sem Herra Hnetusmjör fékk þegar honum var boðið í kaffiboð hjá foreldrum Söru í upphafi sambands þeirra. Þá ræða þau fjölskyldulífið, tónlistarferilinn, rómantíkina og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Herra Hnetusmjör og Söru Linneth í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira