Vestri og Víkingur mætast í Vesturbænum Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 15:09 Það er mikið í húfi fyrir KR-inga þó að þeir spili ekki bikarleikinn á laugardag. Hann fer hins vegar fram á þeirra heimavelli því eins og sjá má er þétt lag af snjó yfir Olísvellinum á Ísafirði. Samsett/Hulda Margrét og Vestri Snjóblásarar, gröfur og bænir um betri tíð dugðu ekki til að Torfnesvöllur á Ísafirði, Olísvöllurinn eins og hann heitir í dag, yrði tilbúinn fyrir komu nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings á laugardaginn. Undanúrslitaleikur Vestra og Víkings í Mjólkurbikar karla í fótbolta fer því ekki fram á Ísafirði heldur 450 kílómetrum sunnar; á Meistaravöllum KR-inga í Vesturbæ Reykjavíkur. KR-ingar tóku vel í beiðni Vestramanna um að spila á vellinum - leik sem skiptir miklu máli fyrir KR því ef Víkingur verður bikarmeistari kemst KR í Evrópukeppni. Snjór hefur verið yfir Olísvellinum á Ísafirði undanfarið og ekki hægt að æfa né spila á honum. Heimamenn freistuðu þess að blása snjónum af en hann var of þéttur í sér. Í hádeginu voru svo gerðar tilraunir með að moka snjónum í burtu með lítilli gröfu en fljótlega kom í ljós að völlurinn kæmi illa út úr því. Vestri hafði frest þar til annað kvöld með að meta hvort hægt yrði að spila á Olísvellinum en nýtti frestinn ekki til fulls þar sem nú er alveg ljóst að völlurinn verður ekki leikhæfur. Svona leit Olísvöllurinn út í dag.Samsett/Vestri Vestramenn æfa í Borgarnesi í dag og á morgun en æfa svo í Reykjavík á föstudaginn áður en þeir mæta Víkingi í Frostaskjóli á laugardaginn klukkan 14:30. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast ÍA og Keflavík klukkan 12 á laugardaginn. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikurinn er svo á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn Vestri Víkingur Reykjavík KR Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Undanúrslitaleikur Vestra og Víkings í Mjólkurbikar karla í fótbolta fer því ekki fram á Ísafirði heldur 450 kílómetrum sunnar; á Meistaravöllum KR-inga í Vesturbæ Reykjavíkur. KR-ingar tóku vel í beiðni Vestramanna um að spila á vellinum - leik sem skiptir miklu máli fyrir KR því ef Víkingur verður bikarmeistari kemst KR í Evrópukeppni. Snjór hefur verið yfir Olísvellinum á Ísafirði undanfarið og ekki hægt að æfa né spila á honum. Heimamenn freistuðu þess að blása snjónum af en hann var of þéttur í sér. Í hádeginu voru svo gerðar tilraunir með að moka snjónum í burtu með lítilli gröfu en fljótlega kom í ljós að völlurinn kæmi illa út úr því. Vestri hafði frest þar til annað kvöld með að meta hvort hægt yrði að spila á Olísvellinum en nýtti frestinn ekki til fulls þar sem nú er alveg ljóst að völlurinn verður ekki leikhæfur. Svona leit Olísvöllurinn út í dag.Samsett/Vestri Vestramenn æfa í Borgarnesi í dag og á morgun en æfa svo í Reykjavík á föstudaginn áður en þeir mæta Víkingi í Frostaskjóli á laugardaginn klukkan 14:30. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast ÍA og Keflavík klukkan 12 á laugardaginn. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikurinn er svo á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn Vestri Víkingur Reykjavík KR Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira