Var hrokafull og hélt að hún myndi aldrei skilja Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 11:30 Eva María segir að námskeið í London hafi bjargað sambandinu við fyrrverandi eiginmanninn. Snæbjörn talar við fólk „Þegar maður gengur í gegnum skilnað þá er augljóst að maður hefur vanrækt eitthvað á þeirri vegferð,“ segir Eva María Jónsdóttir. Þegar hún var gift segist Eva María hafa verið mjög hrokafull; hún væri nú orðin gift kona, þriggja barna móðir, hennar fley væri í höfn og hún myndi aldrei skilja. „Þetta er bara komið.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segir Eva það því hafa verið mjög mikinn skóla, sem lækkaði í henni rostann, að hafa þurft að ganga í gegnum skilnað. Sú lífsreynsla hvatti hana einnig til að líta í eigin barm, því hún upplifði sem hún hefði vanrækt eitthvað í sínu sambandi sem hefði átt hluti í þessum skilnaði. Sjálf hafi hún haft of mikinn áhuga á vinnunni og öðru fólki og of lítinn áhuga á innviðum fjölskyldunnar og heimilisins. Brot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Eva María Jónsdóttir Aðalatriðið að segja satt „Þegar maður horfir til baka var þetta mikil blessun fyrir okkur bæði, mig og eiginmanninn fyrrverandi að skilja. Vegna þess að við gátum orðið betri vinir, verið heiðarlegri við hvort annað og talað opinskátt um okkar sameiginlegu verkefni sem voru að ala upp börnin. Ég hélt að við höfum bæði orðið skárri við þetta.“ Þau fyrrverandi hjónin mættu síðan bæði á námskeið til að reyna að ganga úr skugga um að þau myndu ekki glata sínu sambandi sem foreldrar sem þurfa að vinna saman. Hún hafi lært að koma hreint fram, segja ekki það sem hún hélt að aðrir vildu heyra heldur að mæta ávallt til í samtalið og með heiðarleikann í forgrunni. „Þetta kennir manni að sjá aðalatriðin og hætta að festa sig í aukaatriðum. Aðalatriðið er að segja satt og segja hlutina eins og þeir eru og hætta að reyna að láta hlutina hljóma betur, hætta með hvíta lygi, hætta að hagræða sannleikanum. Segja bara allt bein út og viðurkenna og taka svo næsta skref með hreint borð.“ Mögulegt að bjarga sambandinu Eva segir að hún hafi á þessum tímapunkti ekki viljað skilja. Svo var sagt við hana á námskeiðinu: „Þú getur ennþá bjargað sambandinu þó þú getir ekki bjargað hjónabandinu,“ og sat þessi setning í henni. „Þá tók ég ákvörðun að bjarga sambandinu, hjónabandið var ónýtt.“ Þau unnu vel í sínum samskiptum og fóru bæði á þetta námskeið og auk þess til prests, hjónabandsráðgjafa og skilnaðarráðgjafa. „Öll þessi aðstoð gerði það að verkum að þetta var hægt,“ útskýrir Eva. „Hver vill skilja í illindum og leiðindum og láta börnin sín þjást?“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er mikið spjallað um alls konar hugræn málefni, endurholdgun, sjálfsbetrun og áskoranir lífsins. Snæbjörn talar við fólk Ástin og lífið Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Þegar hún var gift segist Eva María hafa verið mjög hrokafull; hún væri nú orðin gift kona, þriggja barna móðir, hennar fley væri í höfn og hún myndi aldrei skilja. „Þetta er bara komið.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segir Eva það því hafa verið mjög mikinn skóla, sem lækkaði í henni rostann, að hafa þurft að ganga í gegnum skilnað. Sú lífsreynsla hvatti hana einnig til að líta í eigin barm, því hún upplifði sem hún hefði vanrækt eitthvað í sínu sambandi sem hefði átt hluti í þessum skilnaði. Sjálf hafi hún haft of mikinn áhuga á vinnunni og öðru fólki og of lítinn áhuga á innviðum fjölskyldunnar og heimilisins. Brot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Eva María Jónsdóttir Aðalatriðið að segja satt „Þegar maður horfir til baka var þetta mikil blessun fyrir okkur bæði, mig og eiginmanninn fyrrverandi að skilja. Vegna þess að við gátum orðið betri vinir, verið heiðarlegri við hvort annað og talað opinskátt um okkar sameiginlegu verkefni sem voru að ala upp börnin. Ég hélt að við höfum bæði orðið skárri við þetta.“ Þau fyrrverandi hjónin mættu síðan bæði á námskeið til að reyna að ganga úr skugga um að þau myndu ekki glata sínu sambandi sem foreldrar sem þurfa að vinna saman. Hún hafi lært að koma hreint fram, segja ekki það sem hún hélt að aðrir vildu heyra heldur að mæta ávallt til í samtalið og með heiðarleikann í forgrunni. „Þetta kennir manni að sjá aðalatriðin og hætta að festa sig í aukaatriðum. Aðalatriðið er að segja satt og segja hlutina eins og þeir eru og hætta að reyna að láta hlutina hljóma betur, hætta með hvíta lygi, hætta að hagræða sannleikanum. Segja bara allt bein út og viðurkenna og taka svo næsta skref með hreint borð.“ Mögulegt að bjarga sambandinu Eva segir að hún hafi á þessum tímapunkti ekki viljað skilja. Svo var sagt við hana á námskeiðinu: „Þú getur ennþá bjargað sambandinu þó þú getir ekki bjargað hjónabandinu,“ og sat þessi setning í henni. „Þá tók ég ákvörðun að bjarga sambandinu, hjónabandið var ónýtt.“ Þau unnu vel í sínum samskiptum og fóru bæði á þetta námskeið og auk þess til prests, hjónabandsráðgjafa og skilnaðarráðgjafa. „Öll þessi aðstoð gerði það að verkum að þetta var hægt,“ útskýrir Eva. „Hver vill skilja í illindum og leiðindum og láta börnin sín þjást?“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er mikið spjallað um alls konar hugræn málefni, endurholdgun, sjálfsbetrun og áskoranir lífsins.
Snæbjörn talar við fólk Ástin og lífið Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira