Var hrokafull og hélt að hún myndi aldrei skilja Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 11:30 Eva María segir að námskeið í London hafi bjargað sambandinu við fyrrverandi eiginmanninn. Snæbjörn talar við fólk „Þegar maður gengur í gegnum skilnað þá er augljóst að maður hefur vanrækt eitthvað á þeirri vegferð,“ segir Eva María Jónsdóttir. Þegar hún var gift segist Eva María hafa verið mjög hrokafull; hún væri nú orðin gift kona, þriggja barna móðir, hennar fley væri í höfn og hún myndi aldrei skilja. „Þetta er bara komið.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segir Eva það því hafa verið mjög mikinn skóla, sem lækkaði í henni rostann, að hafa þurft að ganga í gegnum skilnað. Sú lífsreynsla hvatti hana einnig til að líta í eigin barm, því hún upplifði sem hún hefði vanrækt eitthvað í sínu sambandi sem hefði átt hluti í þessum skilnaði. Sjálf hafi hún haft of mikinn áhuga á vinnunni og öðru fólki og of lítinn áhuga á innviðum fjölskyldunnar og heimilisins. Brot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Eva María Jónsdóttir Aðalatriðið að segja satt „Þegar maður horfir til baka var þetta mikil blessun fyrir okkur bæði, mig og eiginmanninn fyrrverandi að skilja. Vegna þess að við gátum orðið betri vinir, verið heiðarlegri við hvort annað og talað opinskátt um okkar sameiginlegu verkefni sem voru að ala upp börnin. Ég hélt að við höfum bæði orðið skárri við þetta.“ Þau fyrrverandi hjónin mættu síðan bæði á námskeið til að reyna að ganga úr skugga um að þau myndu ekki glata sínu sambandi sem foreldrar sem þurfa að vinna saman. Hún hafi lært að koma hreint fram, segja ekki það sem hún hélt að aðrir vildu heyra heldur að mæta ávallt til í samtalið og með heiðarleikann í forgrunni. „Þetta kennir manni að sjá aðalatriðin og hætta að festa sig í aukaatriðum. Aðalatriðið er að segja satt og segja hlutina eins og þeir eru og hætta að reyna að láta hlutina hljóma betur, hætta með hvíta lygi, hætta að hagræða sannleikanum. Segja bara allt bein út og viðurkenna og taka svo næsta skref með hreint borð.“ Mögulegt að bjarga sambandinu Eva segir að hún hafi á þessum tímapunkti ekki viljað skilja. Svo var sagt við hana á námskeiðinu: „Þú getur ennþá bjargað sambandinu þó þú getir ekki bjargað hjónabandinu,“ og sat þessi setning í henni. „Þá tók ég ákvörðun að bjarga sambandinu, hjónabandið var ónýtt.“ Þau unnu vel í sínum samskiptum og fóru bæði á þetta námskeið og auk þess til prests, hjónabandsráðgjafa og skilnaðarráðgjafa. „Öll þessi aðstoð gerði það að verkum að þetta var hægt,“ útskýrir Eva. „Hver vill skilja í illindum og leiðindum og láta börnin sín þjást?“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er mikið spjallað um alls konar hugræn málefni, endurholdgun, sjálfsbetrun og áskoranir lífsins. Snæbjörn talar við fólk Ástin og lífið Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Þegar hún var gift segist Eva María hafa verið mjög hrokafull; hún væri nú orðin gift kona, þriggja barna móðir, hennar fley væri í höfn og hún myndi aldrei skilja. „Þetta er bara komið.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segir Eva það því hafa verið mjög mikinn skóla, sem lækkaði í henni rostann, að hafa þurft að ganga í gegnum skilnað. Sú lífsreynsla hvatti hana einnig til að líta í eigin barm, því hún upplifði sem hún hefði vanrækt eitthvað í sínu sambandi sem hefði átt hluti í þessum skilnaði. Sjálf hafi hún haft of mikinn áhuga á vinnunni og öðru fólki og of lítinn áhuga á innviðum fjölskyldunnar og heimilisins. Brot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Eva María Jónsdóttir Aðalatriðið að segja satt „Þegar maður horfir til baka var þetta mikil blessun fyrir okkur bæði, mig og eiginmanninn fyrrverandi að skilja. Vegna þess að við gátum orðið betri vinir, verið heiðarlegri við hvort annað og talað opinskátt um okkar sameiginlegu verkefni sem voru að ala upp börnin. Ég hélt að við höfum bæði orðið skárri við þetta.“ Þau fyrrverandi hjónin mættu síðan bæði á námskeið til að reyna að ganga úr skugga um að þau myndu ekki glata sínu sambandi sem foreldrar sem þurfa að vinna saman. Hún hafi lært að koma hreint fram, segja ekki það sem hún hélt að aðrir vildu heyra heldur að mæta ávallt til í samtalið og með heiðarleikann í forgrunni. „Þetta kennir manni að sjá aðalatriðin og hætta að festa sig í aukaatriðum. Aðalatriðið er að segja satt og segja hlutina eins og þeir eru og hætta að reyna að láta hlutina hljóma betur, hætta með hvíta lygi, hætta að hagræða sannleikanum. Segja bara allt bein út og viðurkenna og taka svo næsta skref með hreint borð.“ Mögulegt að bjarga sambandinu Eva segir að hún hafi á þessum tímapunkti ekki viljað skilja. Svo var sagt við hana á námskeiðinu: „Þú getur ennþá bjargað sambandinu þó þú getir ekki bjargað hjónabandinu,“ og sat þessi setning í henni. „Þá tók ég ákvörðun að bjarga sambandinu, hjónabandið var ónýtt.“ Þau unnu vel í sínum samskiptum og fóru bæði á þetta námskeið og auk þess til prests, hjónabandsráðgjafa og skilnaðarráðgjafa. „Öll þessi aðstoð gerði það að verkum að þetta var hægt,“ útskýrir Eva. „Hver vill skilja í illindum og leiðindum og láta börnin sín þjást?“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er mikið spjallað um alls konar hugræn málefni, endurholdgun, sjálfsbetrun og áskoranir lífsins.
Snæbjörn talar við fólk Ástin og lífið Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira