Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 13:36 Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní. Getty Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum þrátt fyrir að hafa náð sér að fullu eftir kórónuveirusmit og spilað síðustu leiki með Al Arabi. Arnar sagði ástæður þess koma í ljós síðar. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag.“ Fjarveran útskýrð síðar Spurður nánar hvort þjóðin ætti ekki skilið skýrari svör vegna fjarveru fyrirliðans sagði Arnar: „Þær munu að sjálfsögðu koma. Þegar ég tala um utanaðkomandi ástæður er það í samráði við Aron. Þetta er landsliðsfyrirliðinn okkar og við erum að vinna okkur saman í gegnum þessar utanaðkomandi ástæður. Þegar tíminn er tilbúinn munum við að sjálfsögðu útskýra það.“ Fráfarandi stjórn KSÍ kom í veg fyrir að Kolbeinn Sigþórsson yrði í síðasta landsliðshópi, eftir ásakanir um kynferðisbrot, en Arnar sagði stjórnina ekki hafa haft neitt að segja um valið núna. „Nei. Í síðasta glugga var Kolbeinn tekinn út úr hópnum af fráfarandi stjórn sem tók þá ákvörðun. Fyrir þennan glugga höfum við ekki fengið nein bönn. Þjálfarar þurfa að taka ákvörðun um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni, og hvernig hópurinn getur fúnkerað best fyrir þessa leiki,“ sagði Arnar. Segir Rúnar lítið hafa spilað Aðspurður hvort Kolbeinn hefði verið valinn nú ef hann hefði ekki farið í aðgerð fyrr í mánuðinum sagði Arnar: „Kolbeinn er meiddur.“ En ef hann væri ekki meiddur, hefði hann verið valinn? „Ég er ekki að fara að svara því hér í dag.“ Arnar ítrekaði að allir hefðu gefið kost á sér í landsliðshópnum: „Aron gaf kost á sér. Það var mín ákvörðun að velja hann ekki. Hann er ekki hættur.“ Sömuleiðis hafi Rúnar Már Sigurjónsson komið til greina en ekki verið valinn: „Rúnar Már er ekki valinn, eins og margir aðrir. Rúnar hefur ekki spilað nánast neitt síðan í ágúst, til dæmis.“ HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum þrátt fyrir að hafa náð sér að fullu eftir kórónuveirusmit og spilað síðustu leiki með Al Arabi. Arnar sagði ástæður þess koma í ljós síðar. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag.“ Fjarveran útskýrð síðar Spurður nánar hvort þjóðin ætti ekki skilið skýrari svör vegna fjarveru fyrirliðans sagði Arnar: „Þær munu að sjálfsögðu koma. Þegar ég tala um utanaðkomandi ástæður er það í samráði við Aron. Þetta er landsliðsfyrirliðinn okkar og við erum að vinna okkur saman í gegnum þessar utanaðkomandi ástæður. Þegar tíminn er tilbúinn munum við að sjálfsögðu útskýra það.“ Fráfarandi stjórn KSÍ kom í veg fyrir að Kolbeinn Sigþórsson yrði í síðasta landsliðshópi, eftir ásakanir um kynferðisbrot, en Arnar sagði stjórnina ekki hafa haft neitt að segja um valið núna. „Nei. Í síðasta glugga var Kolbeinn tekinn út úr hópnum af fráfarandi stjórn sem tók þá ákvörðun. Fyrir þennan glugga höfum við ekki fengið nein bönn. Þjálfarar þurfa að taka ákvörðun um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni, og hvernig hópurinn getur fúnkerað best fyrir þessa leiki,“ sagði Arnar. Segir Rúnar lítið hafa spilað Aðspurður hvort Kolbeinn hefði verið valinn nú ef hann hefði ekki farið í aðgerð fyrr í mánuðinum sagði Arnar: „Kolbeinn er meiddur.“ En ef hann væri ekki meiddur, hefði hann verið valinn? „Ég er ekki að fara að svara því hér í dag.“ Arnar ítrekaði að allir hefðu gefið kost á sér í landsliðshópnum: „Aron gaf kost á sér. Það var mín ákvörðun að velja hann ekki. Hann er ekki hættur.“ Sömuleiðis hafi Rúnar Már Sigurjónsson komið til greina en ekki verið valinn: „Rúnar Már er ekki valinn, eins og margir aðrir. Rúnar hefur ekki spilað nánast neitt síðan í ágúst, til dæmis.“
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira