Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 19:58 Bændasamtök Íslands hafa alla tíð haft skrifstofur sínar í Bændahöllinni. Pósturinn og Arion banki leigja einnig aðstöðu þar og hárgreiðslustofa er með starfsemi í kjallaranum Stöð 2/Egill Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. Það er dapurlegt um að litast á Hótel Sögu þessa dagana sem hýst hefur glæsilegan hótel- og veitingarekstur allt frá stofnun hótelsins árið 1962. Þar hafa verið haldnir dansleikir og allt upp í forsetaveislur. En síðasti gesturinn labbaði þaðan út í október á síðasta ári. Einn af stigagöngum Hótels Sögu.Stöð 2/Egill Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna vonar að brátt fari að sjá til sólar um framtíð húsnæðisins. „Rekstrarfélagið var úrskurðað til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Húseignin sem slík er enn í eigu Bændahallarinnar ehf. sem á og rekur húsnæðið í dag,“ segir Gunnar. Bændahöllin er síðan í eigu Bændasamtaka Íslands sem hefur verið með skrifstofur sínar í húsninu frá upphafi. Einnig eru Pósturinn og Arion banki með aðstöðu á Sögu og hárgreiðslustofa í kjallaranum. Þegar okkur bar að garði í dag var kvikmyndatökufólk við störf í forsetasvítu hótelsins en fleira kvikmyndagerðarfólk hefur nýtt húsnæðiðað undanförnu. Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila undanfarið ár um kaup eða leigu á húsnæðinu, meðal annars við Háskóla Íslands. „Svo eru bara viðræður við aðra fjárfesta sem hafa hug á að endurreisa hótelstarfsemi hér. Þannig að það er ekki alveg tímabært að segja hvað verður ofan á en það er alla vega verið í þreyfingum ennþá,“ segir Gunnar. Nokkrum árum fyrir tekjurhrunið með kórónuveirufaraldrinum var ráðist í umfangsmiklar og dýrar fjárfestingar og endurbætur á hótelinu. Reksturinn mátti því ekki við áföllum. „Þá byrjar þetta í raunu og veru með falli WOW. Þá dregst saman hér í rekstri um einhver 30 prósent. Þar sem Bandaríkjamenn voru mjög áhugasamir um að gista á hótel Sögu,“ segir Gunnar. Það var því ekki kræsileg staða sem blasti viðnýjum formanni Bændasamtakanna í mars í fyrra. „Og eiginlega það fyrsta sem ég fæ í fangið sem formaður Bændasamtakanna er covid. Þannig að nánast á einni nóttu fóru allir héðan út,“segir Gunnar Þorgeirsson. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík WOW Air Fréttir af flugi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36 Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05 Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Það er dapurlegt um að litast á Hótel Sögu þessa dagana sem hýst hefur glæsilegan hótel- og veitingarekstur allt frá stofnun hótelsins árið 1962. Þar hafa verið haldnir dansleikir og allt upp í forsetaveislur. En síðasti gesturinn labbaði þaðan út í október á síðasta ári. Einn af stigagöngum Hótels Sögu.Stöð 2/Egill Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna vonar að brátt fari að sjá til sólar um framtíð húsnæðisins. „Rekstrarfélagið var úrskurðað til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Húseignin sem slík er enn í eigu Bændahallarinnar ehf. sem á og rekur húsnæðið í dag,“ segir Gunnar. Bændahöllin er síðan í eigu Bændasamtaka Íslands sem hefur verið með skrifstofur sínar í húsninu frá upphafi. Einnig eru Pósturinn og Arion banki með aðstöðu á Sögu og hárgreiðslustofa í kjallaranum. Þegar okkur bar að garði í dag var kvikmyndatökufólk við störf í forsetasvítu hótelsins en fleira kvikmyndagerðarfólk hefur nýtt húsnæðiðað undanförnu. Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila undanfarið ár um kaup eða leigu á húsnæðinu, meðal annars við Háskóla Íslands. „Svo eru bara viðræður við aðra fjárfesta sem hafa hug á að endurreisa hótelstarfsemi hér. Þannig að það er ekki alveg tímabært að segja hvað verður ofan á en það er alla vega verið í þreyfingum ennþá,“ segir Gunnar. Nokkrum árum fyrir tekjurhrunið með kórónuveirufaraldrinum var ráðist í umfangsmiklar og dýrar fjárfestingar og endurbætur á hótelinu. Reksturinn mátti því ekki við áföllum. „Þá byrjar þetta í raunu og veru með falli WOW. Þá dregst saman hér í rekstri um einhver 30 prósent. Þar sem Bandaríkjamenn voru mjög áhugasamir um að gista á hótel Sögu,“ segir Gunnar. Það var því ekki kræsileg staða sem blasti viðnýjum formanni Bændasamtakanna í mars í fyrra. „Og eiginlega það fyrsta sem ég fæ í fangið sem formaður Bændasamtakanna er covid. Þannig að nánast á einni nóttu fóru allir héðan út,“segir Gunnar Þorgeirsson.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík WOW Air Fréttir af flugi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36 Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05 Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36
Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05
Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent