„Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 20:01 Arnar Þór Viðarsson ræddi við Gaupa í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. Guðjón Guðmundsson spurði Arnar út í fjarveru Kolbeins og fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar eftir blaðamannafund í dag, þar sem nýr landsliðshópur var kynntur. „Ég er búinn að eiga mörg góð samtöl við Aron Einar undanfarna daga og vikur og ég tók þá ákvörðun að velja hann ekki fyrir þetta verkefni. Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi og ég ætla að biðja fólk að virða það. Við fáum að taka á þeim aðstæðum þegar rétti tíminn er kominn,“ sagði Arnar en ítrekaði að Aron hefði verið tilbúinn að mæta Armeníu og Liechtenstein í leikjunum sem fram undan eru. „Hann gaf kost á sér en ég tók þá ákvörðun að velja hann ekki,“ sagði Arnar sem valdi Aron í landsleikina þrjá í byrjun þessa mánaðar, eftir að Aron smitaðist af kórónuveirunni. Klippa: Arnar um fjarveru Arons og Kolbeins Fráfarandi stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein út úr síðasta landsliðshópi eftir að ásakanir á hendur honum fyrir kynferðisbrot voru opinberaðar. Félagslið Kolbeins, IFK Gautaborg í Svíþjóð, tilkynnti fyrr í þessum mánuði að félagið stæði við bakið á honum og hefði búið til langtímaáætlun fyrir hann, en að hann færi jafnframt í aðgerð vegna meiðsla og yrði frá keppni um sinn. Mjög krefjandi þegar Kolbeini var kippt út Hefði Arnar valið Kolbein núna ef hann hefði verið í boði? „Það er ómögulegt að segja. Hann er bara meiddur og fyrir þennan glugga vorum við ekki að hugsa um Kolbein. Hann er nýkominn úr aðgerð á ökkla. Framtíðin verður að bera í skauti sér hver verður valinn í næstu verkefni,“ sagði Arnar og sagði engin skilaboð hafa borist frá stjórn KSÍ að þessu sinni um að ekki mætti velja ákveðna leikmenn. Arnar tók undir að það væri vissulega engin kjörstaða að þurfa að lúta ákvörðunum annarra um val á leikmönnum: „Það þegar Kolla var kippt út úr hóp hjá okkur er eitthvað sem þú vilt alls ekki sem landsliðsþjálfari. Þú vilt geta tekið þínar ákvarðanir. Stundum eru þínar ákvarðanir til að vernda leikmenn, hóp eða lið. Til dæmis með Kolbein, þegar hann dettur út úr hóp hjá okkur í september, þá þurfti að taka ákvörðun um aðra leikmenn. Hópur er ekki mótaður af landsliðsþjálfara á tveimur dögum. Þú þarft að hugsa um mjög marga þætti. Ef við tölum um framherja, ertu þá með „target striker“, „pocket striker“, einhvern sem getur spilað í „holunni“? Þegar Kolbeini var kippt út úr hópnum var það því mjög krefjandi fyrir okkur. Við reyndum að leysa það af bestu getu en ef við hefðum haft aðeins meiri tíma og vissum það sem við vitum núna þá hefðum við kannski leyst það aðeins öðruvísi,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um að hafa verið bannað að velja Kolbein HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur. 30. september 2021 12:46 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Fótbolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Fleiri fréttir Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Antony skoraði þegar lið Andra Lucasar tapaði stórt á heimavelli „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson spurði Arnar út í fjarveru Kolbeins og fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar eftir blaðamannafund í dag, þar sem nýr landsliðshópur var kynntur. „Ég er búinn að eiga mörg góð samtöl við Aron Einar undanfarna daga og vikur og ég tók þá ákvörðun að velja hann ekki fyrir þetta verkefni. Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi og ég ætla að biðja fólk að virða það. Við fáum að taka á þeim aðstæðum þegar rétti tíminn er kominn,“ sagði Arnar en ítrekaði að Aron hefði verið tilbúinn að mæta Armeníu og Liechtenstein í leikjunum sem fram undan eru. „Hann gaf kost á sér en ég tók þá ákvörðun að velja hann ekki,“ sagði Arnar sem valdi Aron í landsleikina þrjá í byrjun þessa mánaðar, eftir að Aron smitaðist af kórónuveirunni. Klippa: Arnar um fjarveru Arons og Kolbeins Fráfarandi stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein út úr síðasta landsliðshópi eftir að ásakanir á hendur honum fyrir kynferðisbrot voru opinberaðar. Félagslið Kolbeins, IFK Gautaborg í Svíþjóð, tilkynnti fyrr í þessum mánuði að félagið stæði við bakið á honum og hefði búið til langtímaáætlun fyrir hann, en að hann færi jafnframt í aðgerð vegna meiðsla og yrði frá keppni um sinn. Mjög krefjandi þegar Kolbeini var kippt út Hefði Arnar valið Kolbein núna ef hann hefði verið í boði? „Það er ómögulegt að segja. Hann er bara meiddur og fyrir þennan glugga vorum við ekki að hugsa um Kolbein. Hann er nýkominn úr aðgerð á ökkla. Framtíðin verður að bera í skauti sér hver verður valinn í næstu verkefni,“ sagði Arnar og sagði engin skilaboð hafa borist frá stjórn KSÍ að þessu sinni um að ekki mætti velja ákveðna leikmenn. Arnar tók undir að það væri vissulega engin kjörstaða að þurfa að lúta ákvörðunum annarra um val á leikmönnum: „Það þegar Kolla var kippt út úr hóp hjá okkur er eitthvað sem þú vilt alls ekki sem landsliðsþjálfari. Þú vilt geta tekið þínar ákvarðanir. Stundum eru þínar ákvarðanir til að vernda leikmenn, hóp eða lið. Til dæmis með Kolbein, þegar hann dettur út úr hóp hjá okkur í september, þá þurfti að taka ákvörðun um aðra leikmenn. Hópur er ekki mótaður af landsliðsþjálfara á tveimur dögum. Þú þarft að hugsa um mjög marga þætti. Ef við tölum um framherja, ertu þá með „target striker“, „pocket striker“, einhvern sem getur spilað í „holunni“? Þegar Kolbeini var kippt út úr hópnum var það því mjög krefjandi fyrir okkur. Við reyndum að leysa það af bestu getu en ef við hefðum haft aðeins meiri tíma og vissum það sem við vitum núna þá hefðum við kannski leyst það aðeins öðruvísi,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um að hafa verið bannað að velja Kolbein
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur. 30. september 2021 12:46 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Fótbolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Fleiri fréttir Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Antony skoraði þegar lið Andra Lucasar tapaði stórt á heimavelli „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Sjá meira
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36
Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur. 30. september 2021 12:46
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti