Fimm mörk og tvö rauð spjöld er Spartak Moscow lagði Napoli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 19:01 Quincy Promes skoraði tvö mörk fyrir Spartak Moscow í kvöld. MB Media/Getty Images Í dag og kvöld eru leiknair alls 16 leikir í Evrópudeildinni í knattspyrnu og nú er átta þeirra lokið. Franska liðið Lyon vann öruggan 3-0 sigur gegn Brøndby frá Danmörku í A-riðli og Spartak Moscow vann góðan 3-2 sigur gegn Napoli í C-riðli svo eitthvað sé nefnt. Karl Toko Ekambi skoraði tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik fyrir Lyon áður en Houssem Aouar tryggði liðinu öruggan 3-0 sigur. Lyon er á toppi A-riðils með sex stig eftir tvo leiki, tveim stigum fyrir ofan Sparta Prague sem vann góðan 1-0 sigur gegn Steven Gerrard og lærisveinum hans í Rangers í dag. Í B-riðli vann hollenska liðið PSV Eindhoven 4-1 sigur gegn Sturm Graz á sama tíma og Real Sociedad gerði 1-1 jafntefli á móti Monaco. Rússneska liðið Spartak Moscow vann frækinn 3-2 sigur gegn Napoli frá Ítalíu í C-riðli þar sem að tvö rauð spjöld fóru á loft. Eljif Elmas kom Napoli í 1-0 strax á fyrstu mínútu leiksins áður en liðsfélagi hans, Mario Rui, fékk beint rautt spjald eftir rétt tæplega hálftíma leik. Rússarnir jöfnuðu leikinn á 55. mínútu með marki frá Quincy Promes áður en Mikhail Ignatov kom liðinu í 2-1 forystu tíu mínútum fyrir leikslok. Maximiliano Caufriez fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 82. mínútu, og því var jafnt í liðum fyrir lokamínútur leiksins. Quincy Promes skoraði sitt annað mark á 90. mínútu, og tryggði þar með Spartak sigurinn. Victor Osimhen klóraði í bakkann á fjórðu mínútu uppbótartíma, og niðurstaðan því 3-2. Úrslit dagsins A-riðill Lyon 3-0 Brøndby Sparta Prague 1-0 Rangers B-riðill Real Sociedad 1-1 Monaco Sturm Graz 1-4 PSV Eindhoven C-riðill Legia Warsawa 1-0 Leicester Napoli 2-3 Spartak Moscow D-riðill Fenerbache 0-3 Olympiacos Royal Antwerp 0-1 Eintracht Frankfurt Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester enn án sigurs í Evrópudeildinni Ensku bikarmeistararnir í Leicester City eru enn án sigurs í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn pólska liðinu Legia Varsjá. 30. september 2021 18:38 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Karl Toko Ekambi skoraði tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik fyrir Lyon áður en Houssem Aouar tryggði liðinu öruggan 3-0 sigur. Lyon er á toppi A-riðils með sex stig eftir tvo leiki, tveim stigum fyrir ofan Sparta Prague sem vann góðan 1-0 sigur gegn Steven Gerrard og lærisveinum hans í Rangers í dag. Í B-riðli vann hollenska liðið PSV Eindhoven 4-1 sigur gegn Sturm Graz á sama tíma og Real Sociedad gerði 1-1 jafntefli á móti Monaco. Rússneska liðið Spartak Moscow vann frækinn 3-2 sigur gegn Napoli frá Ítalíu í C-riðli þar sem að tvö rauð spjöld fóru á loft. Eljif Elmas kom Napoli í 1-0 strax á fyrstu mínútu leiksins áður en liðsfélagi hans, Mario Rui, fékk beint rautt spjald eftir rétt tæplega hálftíma leik. Rússarnir jöfnuðu leikinn á 55. mínútu með marki frá Quincy Promes áður en Mikhail Ignatov kom liðinu í 2-1 forystu tíu mínútum fyrir leikslok. Maximiliano Caufriez fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 82. mínútu, og því var jafnt í liðum fyrir lokamínútur leiksins. Quincy Promes skoraði sitt annað mark á 90. mínútu, og tryggði þar með Spartak sigurinn. Victor Osimhen klóraði í bakkann á fjórðu mínútu uppbótartíma, og niðurstaðan því 3-2. Úrslit dagsins A-riðill Lyon 3-0 Brøndby Sparta Prague 1-0 Rangers B-riðill Real Sociedad 1-1 Monaco Sturm Graz 1-4 PSV Eindhoven C-riðill Legia Warsawa 1-0 Leicester Napoli 2-3 Spartak Moscow D-riðill Fenerbache 0-3 Olympiacos Royal Antwerp 0-1 Eintracht Frankfurt Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
A-riðill Lyon 3-0 Brøndby Sparta Prague 1-0 Rangers B-riðill Real Sociedad 1-1 Monaco Sturm Graz 1-4 PSV Eindhoven C-riðill Legia Warsawa 1-0 Leicester Napoli 2-3 Spartak Moscow D-riðill Fenerbache 0-3 Olympiacos Royal Antwerp 0-1 Eintracht Frankfurt
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester enn án sigurs í Evrópudeildinni Ensku bikarmeistararnir í Leicester City eru enn án sigurs í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn pólska liðinu Legia Varsjá. 30. september 2021 18:38 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Leicester enn án sigurs í Evrópudeildinni Ensku bikarmeistararnir í Leicester City eru enn án sigurs í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn pólska liðinu Legia Varsjá. 30. september 2021 18:38