Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 20:56 Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, segir að núverandi stjórn Landspítalans hafi átt þátt í að skapa það erfiða ástand sem ríkt hefur lengi á bráðamóttöku spítalans og hafi sýnt að húns sé ekki hæf í að leysa vandann. Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. Í tilkynningu sem fylgir bréfinu segir að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu á bráðamóttökunni, en aðspurður um hvort ekkert hafi gerst í þessum málum sagði Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri erfitt að koma fólki í skilning um stöðu mála. Loforð um úrbætur hafi ekki skilað neinum árangri. Klippa: Félag bráðalækna gagnrýnir stjórn Landspítalans harðlega „Þegar við lendum undir miklu álagi, sérstaklega á stofnun eins og Landspítalanum, sem er alltaf keyrð á yfirálagi, er mikilvægt að þarna sé góð og virk stjórnun. Allar deildir, allur spítalinn þarf að koma saman sem ein heild og taka þau verkefni sem eru fyrir höndum.“ Í tilkynningunni segir að stjórn spítalans hafi „með ráðaleysi sínu breytt Bráðamóttökunni í legudeild“. Engin virk álagsstjórnun sé á LSH og í raun sé spítalinn stjórnlaus. Félagið krefst tafarlausra aðgerða en aðspurður um hvort þau krefjist þess að stjórnin eða forstjóri fari frá segir Bergur: „Núverandi stjórn hefur verið meira eða minna óbreytt síðustu tíu ár. Hún hefur að hluta til verið þáttakandi í að búa til þetta ástand sem er í gangi og hefur sýnt það að hún er ekki hæf í að leysa þetta.“ Tengd skjöl Opið_bréf_til_heilbrigðisráðherraPDF33KBSækja skjal Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Í tilkynningu sem fylgir bréfinu segir að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu á bráðamóttökunni, en aðspurður um hvort ekkert hafi gerst í þessum málum sagði Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri erfitt að koma fólki í skilning um stöðu mála. Loforð um úrbætur hafi ekki skilað neinum árangri. Klippa: Félag bráðalækna gagnrýnir stjórn Landspítalans harðlega „Þegar við lendum undir miklu álagi, sérstaklega á stofnun eins og Landspítalanum, sem er alltaf keyrð á yfirálagi, er mikilvægt að þarna sé góð og virk stjórnun. Allar deildir, allur spítalinn þarf að koma saman sem ein heild og taka þau verkefni sem eru fyrir höndum.“ Í tilkynningunni segir að stjórn spítalans hafi „með ráðaleysi sínu breytt Bráðamóttökunni í legudeild“. Engin virk álagsstjórnun sé á LSH og í raun sé spítalinn stjórnlaus. Félagið krefst tafarlausra aðgerða en aðspurður um hvort þau krefjist þess að stjórnin eða forstjóri fari frá segir Bergur: „Núverandi stjórn hefur verið meira eða minna óbreytt síðustu tíu ár. Hún hefur að hluta til verið þáttakandi í að búa til þetta ástand sem er í gangi og hefur sýnt það að hún er ekki hæf í að leysa þetta.“ Tengd skjöl Opið_bréf_til_heilbrigðisráðherraPDF33KBSækja skjal
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira