Ástralir opna landamærin og hleypa landsmönnum út Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 1. október 2021 06:49 Ástralir hafa viðhaft afar strangar takmarkanir. AP/Daniel Pockett Yfirvöld í Ástralíu hafa ákveðið að opna landamæri ríkisins í nóvember næstkomandi en frá því í mars á síðasta ári hafa landsmenn búið við einar ströngustu reglur í heimi þegar kemur að ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglurnar hafa gengið svo langt að banna áströlskum ríkisborgurum að yfirgefa landið. Aðgerðirnar eru taldar hafa hjálpað til við að stemma stigu við faraldrinum, sem hefur farið nokkuð léttum höndum um Ástrali, en þær hafa einnig verið gagnrýndar harðlega fyrir að stýja fólki í sundur og banna því að heimsækja fjölskyldur sínar erlendis. Aðeins í einstaka tilvikum hafa landsmenn fengið leyfi til ferðalaga, ef um bráðnauðsynlegt starf er að ræða eða ef náinn ættingi er á dánarbeðinu. Um þrjátíu prósent Ástrala eiga fjölskyldu í öðrum löndum heimsins. Scott Morrison forsætisráðherra segir að nú sé kominn tími til að Ástralir fái að lifa eðlilegu lífi á ný. Þó þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Viðkomandi þarf að vera bólusettur, en það sem meira er, ekki verður opnað á ferðalög frá einstaka héröðum landsins, fyrr en bólusetningarhlutfall þess hefur náð 80 prósentum. Þá stendur til að stytta dvölina á sóttkvíarhóteli fyrir þá sem á annað borð koma til landsins, en í dag er hún fjórtán dagar, sem ferðamaðurinn greiðir úr eigin vasa. Ekki stendur til að hleypa ferðamönnum strax til Ástralíu, en Morrison segir að unnið sé að því að gera slíkt kleift. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Reglurnar hafa gengið svo langt að banna áströlskum ríkisborgurum að yfirgefa landið. Aðgerðirnar eru taldar hafa hjálpað til við að stemma stigu við faraldrinum, sem hefur farið nokkuð léttum höndum um Ástrali, en þær hafa einnig verið gagnrýndar harðlega fyrir að stýja fólki í sundur og banna því að heimsækja fjölskyldur sínar erlendis. Aðeins í einstaka tilvikum hafa landsmenn fengið leyfi til ferðalaga, ef um bráðnauðsynlegt starf er að ræða eða ef náinn ættingi er á dánarbeðinu. Um þrjátíu prósent Ástrala eiga fjölskyldu í öðrum löndum heimsins. Scott Morrison forsætisráðherra segir að nú sé kominn tími til að Ástralir fái að lifa eðlilegu lífi á ný. Þó þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Viðkomandi þarf að vera bólusettur, en það sem meira er, ekki verður opnað á ferðalög frá einstaka héröðum landsins, fyrr en bólusetningarhlutfall þess hefur náð 80 prósentum. Þá stendur til að stytta dvölina á sóttkvíarhóteli fyrir þá sem á annað borð koma til landsins, en í dag er hún fjórtán dagar, sem ferðamaðurinn greiðir úr eigin vasa. Ekki stendur til að hleypa ferðamönnum strax til Ástralíu, en Morrison segir að unnið sé að því að gera slíkt kleift.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira