Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 12:03 Ef lyfið fær markaðsleyfi yrði um að ræða þáttaskil í baráttunni gegn Covid-19. AP/Merck Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. Ef lyfið kemst í almenna notkun væri um að ræða þáttaskil í baráttunni við Covid-19 en öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að gagnist gegn Covid eru gefin í æð. Molnupiravir er hins vegar tekið í pilluformi. Rannsókn lyfjafyrirtækjanna Ridgeback Biotherapeutics og Merck náði til 775 fullorðinna einstaklinga með væg eða miðlungs einkenni Covid-19. Allir áttu sameiginlegt að vera með undirliggjandi sjúkdóm. Helmingur var settur á fimm daga kúr af molnupiravir en hinn fékk lyfleysu. Í hópnum sem fékk lyfið voru 28 sjúklingar (7 prósent) lagðir inn á sjúkrahús en enginn dó. Í hópnum sem fékk lyfleysuna voru 53 (14 prósent) lagðir inn og átta létust. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir lagði sjálfstæður hópur sérfræðinga til að rannsókninni yrði hætt og hafa talsmenn Merck gefið út að þeir hyggist sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum tveimur tilkynntu 35 prósent þátttakenda í lyfjahópnum um aukaverkanir og 40 prósent þátttakenda í lyfleysuhópnum. 1,3 prósent þátttakenda sem fengu lyfið hættu notkun þess en 3,4 hættu notkun lyfleysunnar. Molnupiravir var upphaflega þróað af lyfjaþróunarstofnun Emory University (DRIVE) og var þá kallað EIDD-2801. Það var afar umdeilt á sínum tíma, aðallega vegna þess eiginleika að geta valdið stökkbreytingum gena. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira
Ef lyfið kemst í almenna notkun væri um að ræða þáttaskil í baráttunni við Covid-19 en öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að gagnist gegn Covid eru gefin í æð. Molnupiravir er hins vegar tekið í pilluformi. Rannsókn lyfjafyrirtækjanna Ridgeback Biotherapeutics og Merck náði til 775 fullorðinna einstaklinga með væg eða miðlungs einkenni Covid-19. Allir áttu sameiginlegt að vera með undirliggjandi sjúkdóm. Helmingur var settur á fimm daga kúr af molnupiravir en hinn fékk lyfleysu. Í hópnum sem fékk lyfið voru 28 sjúklingar (7 prósent) lagðir inn á sjúkrahús en enginn dó. Í hópnum sem fékk lyfleysuna voru 53 (14 prósent) lagðir inn og átta létust. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir lagði sjálfstæður hópur sérfræðinga til að rannsókninni yrði hætt og hafa talsmenn Merck gefið út að þeir hyggist sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum tveimur tilkynntu 35 prósent þátttakenda í lyfjahópnum um aukaverkanir og 40 prósent þátttakenda í lyfleysuhópnum. 1,3 prósent þátttakenda sem fengu lyfið hættu notkun þess en 3,4 hættu notkun lyfleysunnar. Molnupiravir var upphaflega þróað af lyfjaþróunarstofnun Emory University (DRIVE) og var þá kallað EIDD-2801. Það var afar umdeilt á sínum tíma, aðallega vegna þess eiginleika að geta valdið stökkbreytingum gena.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira