Vínlandskortið reyndist falsað Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2021 15:50 Kortið á að hafa verið teiknað árið xxxx en hefur verið mjög umdeilt frá því það var opinberað. Getty/VCG Wilson Allt frá því það var opinberað í Yale háskólanum í Bandaríkjunum árið 1965 hefur vínlandskortið svokallaða verið umdeilt. Kortið átti að vera frá 1440 og sýna meðal annars hluta Norður-Ameríku og það að víkingar hefðu kannað vesturhluta Atlantshafsins. Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Mörgum þótti kortið ótrúverðugt og hafa margar tilraunir verið gerðar sem varpað hafa rýrð á trúverðugleika þess. Fræðimenn hafa um árabil verið meira og minna sannfærðir um að kortið sé falsað. Nú hefur það verið staðfest fyrir fullt og allt. Forsvarsmenn Yale bundu enda á rúmlega hálfs áratuga deilur fyrr í mánuðinum en yfirlýsingin hefur ekki ratað í fréttir erlendis fyrr en nú nýverið. Í yfirlýsingu frá Yale segir að ný greining sanni fyrir fullt og allt að kortið sé falsað. Það hafi verið sannað með því að nota nýjustu tækni til að greina kortið og nánar tiltekið blekið sem notað var til að teikna það. Sú greining leiddi í ljós að blekið var fyrst framleitt á þriðja áratug síðustu aldar. „Vínlandskortið er falsað,“ er haft eftir Raymon Clemens, sem stýrir bókasafni Yale þar sem kortið hefur verið hýst. „Það er enginn vafi hér. Þessi nýja greining ætti að ljúka málinu.“ Greining Yale hefur einnig leitt í ljós að fölsun kortsins var vísvitandi. Einhver hafi markvisst ætlað sér að reyna að gabba fólk til að halda að kortið væri raunverulegt. Sérstaklega með því að reyna að láta líta út fyrir að kortið hefði verið teiknað á sama tíma og ritið Speculum Historiale var ritað á kálfaskinn. New York Times segir að vísindamenn Yale ætli sér að skrifa grein þar sem þeir fara yfir rannsókn þeirra og niðurstöðurnar. Sögu kortsins má rekja allt til ársins 1957 þegar Laurence Witten, safnari í New Haven Conneticut keypti kortið af ónafngreindum aðila í Evrópu. Hann seldi það svo til Paul Mellon sem gaf það til Yale. Háskólinn opinberaði svo kortið árið 1965, eins og áður hefur komið fram. Það var árið 1960 sem ummerki um byggð víkinga fundust í L‘Anse aux Meadows á Nýfundalandi. Kanada Bandaríkin Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Mörgum þótti kortið ótrúverðugt og hafa margar tilraunir verið gerðar sem varpað hafa rýrð á trúverðugleika þess. Fræðimenn hafa um árabil verið meira og minna sannfærðir um að kortið sé falsað. Nú hefur það verið staðfest fyrir fullt og allt. Forsvarsmenn Yale bundu enda á rúmlega hálfs áratuga deilur fyrr í mánuðinum en yfirlýsingin hefur ekki ratað í fréttir erlendis fyrr en nú nýverið. Í yfirlýsingu frá Yale segir að ný greining sanni fyrir fullt og allt að kortið sé falsað. Það hafi verið sannað með því að nota nýjustu tækni til að greina kortið og nánar tiltekið blekið sem notað var til að teikna það. Sú greining leiddi í ljós að blekið var fyrst framleitt á þriðja áratug síðustu aldar. „Vínlandskortið er falsað,“ er haft eftir Raymon Clemens, sem stýrir bókasafni Yale þar sem kortið hefur verið hýst. „Það er enginn vafi hér. Þessi nýja greining ætti að ljúka málinu.“ Greining Yale hefur einnig leitt í ljós að fölsun kortsins var vísvitandi. Einhver hafi markvisst ætlað sér að reyna að gabba fólk til að halda að kortið væri raunverulegt. Sérstaklega með því að reyna að láta líta út fyrir að kortið hefði verið teiknað á sama tíma og ritið Speculum Historiale var ritað á kálfaskinn. New York Times segir að vísindamenn Yale ætli sér að skrifa grein þar sem þeir fara yfir rannsókn þeirra og niðurstöðurnar. Sögu kortsins má rekja allt til ársins 1957 þegar Laurence Witten, safnari í New Haven Conneticut keypti kortið af ónafngreindum aðila í Evrópu. Hann seldi það svo til Paul Mellon sem gaf það til Yale. Háskólinn opinberaði svo kortið árið 1965, eins og áður hefur komið fram. Það var árið 1960 sem ummerki um byggð víkinga fundust í L‘Anse aux Meadows á Nýfundalandi.
Kanada Bandaríkin Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira