„Seinni hálfleikurinn var ótrúlegur. Við erum í sturluðu leikjaálagi og ætluðum bara að njóta þess að spila handbolta.“
„Það er yndislegt að sjá orkuna og geðveikina í liðsfélögum mínum. Þegar við komumst á flug erum við óstöðvandi,“ sagði Björgvin Páll eftir leik.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Valur var tveimur mörkum yfir 11-13.
„Mér fannst við góðir í fyrri hálfleik líka, þeir skora ellefu mörk, við vorum í smá vandræðum sóknarlega en það var bara vegna þess þeir spiluðu hörku vörn.“
Leikjaálagið sem Valur er í er afar mikið og er bikarúrslitaleikurin strax á morgun.
„Það er fegurðin við þetta. Menn eru svo einbeittir og miklir atvinnumenn. Núna eru allir komnir inn í klefa og byrjaðir að henda í sig próteindrykkjum, síðan förum við beint á koddann.“
„Við erum með hæfileikana og leikskipulagið. Við þurfum bara að sýna það þrátt fyrir leikjaálag og hlakka ég til morgundagsins,“ sagði Björgvin Páll að lokum.