„Mér líður frábærlega. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá okkur í dag og vð hittum á algjöran topp leik. Ég er ótrúlega sáttur.“
„Við vissum það að við værum að fara að mæta frábæru Fram liði og að við þyrftum að undirbúa okkur rosalega vel. Við þurftum að stoppa þeirra helstu vopn. Við áttum mjög agaðan sóknarleik sem skilaði okkur góðum mörkum. Við náðum líka að koma okkur í vörn sem stoppaði mikið hjá þeim. Varnarleikurinn var geggjaður, höldum Fram í tuttugu mörkum sem er alveg stórkostlegt. Mér fannst við vera með frumkvæðið í leiknum og mættum vel steyptar í leikinn. Gott sjálfstraust og frábær leikur“.
„Matea byrjaði leikinn vel og svo datt það aðeins niður. Ég var farinn að láta Sunnu [Guðrúnu Pétursdóttur] hita upp en svo skellti Maeta bara í lás. Það var mjög dýrmætt. Eins og alltaf í svona úrslitaleikjum þá skiptir markvarslan máli og við höfðum hana góða í dag.“