Að sögn aðalvarðstjóra á Selfossi var ekki um alvarlegan árekstur að ræða og aðeins hafi þurft að veita aðhlynningu vegna minniháttar meiðsla.
Umferð á Suðurlandsvegi komin í eðlilegt horf eftir bílslys

Fyrr í dag urðu miklar tafir á umferð milli Selfoss og Hveragerðis vegna áreksturs tveggja bíla. Nú er búið að greiða úr teppunni að sögn Lögreglunar á Suðurlandi.