Ég hafði alltaf góða tilfinningu Árni Konráð Árnason skrifar 2. október 2021 18:16 Jón Þór Hauksson er að gera góða hluti á Ísafirði og vill halda áfram með liðið. Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Mér fannst við byrja þennan leik frábærlega, fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég er ógeðslega svekktur með fyrsta markið,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra eftir súrt tap gegn Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Vestri og Víkingur Reykjavík mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í dag. Víkingar unnu öruggan 3-0 sigur þar sem að Kristall Máni gerði öll mörkin. Fyrsta markið kom á 26. mínútu leiksins en það kom eftir skyndisókn þar sem að Pétur Bjarnason hafði fallið inn í teig Víkinga, Egill Arnar dómari leiksins hefði hæglega getað flautað vítaspyrnu en aðhafðist ekkert. Þetta var í annað skipti sem að hann hefði getað dæmt víti á Víkinga. „Mér fannst við eiga að fá víti mér fannst við líka eiga að fá víti þegar að Nicolaj fer niður fyrir það. Það eru tvö víti áður en að þeir skora fyrsta markið. Sérstaklega með Pétur að hann klobbar hann og hann setur hnéð út og mér finnst það bara „púra“ víti og þeir bruna upp og setja fyrsta markið,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Mér fannst í hálfleiknum þrátt fyrir það, við hafa fín tök á leiknum. Mér fannst við eiga góða möguleika til að koma til baka í seinni hálfleik, en aftur setja þeir annað markið og brjóta á Pétri út á kanti og bruna upp og skora. Það er ofboðslega erfitt að eiga við Víkingana þegar að þú tapar boltanum. Þeir eru ofboðslega góðir í þeirri stöðu þegar að þeir koma hratt upp völlinn og gera það best allra liða á Íslandi.“ Vestri fékk fá færi í leiknum en Víkingar voru mjög þéttir fyrir. „Þau voru ekki mörg. Mér fannst samt fyrstu 25 mínúturnar, mér fannst við byrja þann kafla mjög vel. Það er fínt færi ef að þú færð vítaspyrnu, mér fannst við koma okkur í þá stöðu. Við vorum ekkert að vaða í færum og við áttum ekkert von á því að slá eitthvað markamet í þessum leik en Víkingur er með feikilega öfluga varnarmenn og það er erfitt að eiga við þetta lið.“ „Ég hafði alltaf góða tilfinningu, mér fannst við aldrei missa nein tök á þessum leik eða þeir að valta eitthvað yfir okkur. Mér fannst það aldrei fyrr en í blálokin þegar að við vorum búnir að missa hausinn,“ sagði Jón og var afar svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Tímabilinu er nú formlega lokið hjá Vestra og Jón vonast til þess að halda áfram með liðið á næsta tímabili en á þó eftir að klára samninga við félagið sem og fjölskylduna sína. Hann telur raunhæft að halda í sama leikmannahóp á næsta tímabili. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Vestri Mjólkurbikarinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira
Vestri og Víkingur Reykjavík mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í dag. Víkingar unnu öruggan 3-0 sigur þar sem að Kristall Máni gerði öll mörkin. Fyrsta markið kom á 26. mínútu leiksins en það kom eftir skyndisókn þar sem að Pétur Bjarnason hafði fallið inn í teig Víkinga, Egill Arnar dómari leiksins hefði hæglega getað flautað vítaspyrnu en aðhafðist ekkert. Þetta var í annað skipti sem að hann hefði getað dæmt víti á Víkinga. „Mér fannst við eiga að fá víti mér fannst við líka eiga að fá víti þegar að Nicolaj fer niður fyrir það. Það eru tvö víti áður en að þeir skora fyrsta markið. Sérstaklega með Pétur að hann klobbar hann og hann setur hnéð út og mér finnst það bara „púra“ víti og þeir bruna upp og setja fyrsta markið,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Mér fannst í hálfleiknum þrátt fyrir það, við hafa fín tök á leiknum. Mér fannst við eiga góða möguleika til að koma til baka í seinni hálfleik, en aftur setja þeir annað markið og brjóta á Pétri út á kanti og bruna upp og skora. Það er ofboðslega erfitt að eiga við Víkingana þegar að þú tapar boltanum. Þeir eru ofboðslega góðir í þeirri stöðu þegar að þeir koma hratt upp völlinn og gera það best allra liða á Íslandi.“ Vestri fékk fá færi í leiknum en Víkingar voru mjög þéttir fyrir. „Þau voru ekki mörg. Mér fannst samt fyrstu 25 mínúturnar, mér fannst við byrja þann kafla mjög vel. Það er fínt færi ef að þú færð vítaspyrnu, mér fannst við koma okkur í þá stöðu. Við vorum ekkert að vaða í færum og við áttum ekkert von á því að slá eitthvað markamet í þessum leik en Víkingur er með feikilega öfluga varnarmenn og það er erfitt að eiga við þetta lið.“ „Ég hafði alltaf góða tilfinningu, mér fannst við aldrei missa nein tök á þessum leik eða þeir að valta eitthvað yfir okkur. Mér fannst það aldrei fyrr en í blálokin þegar að við vorum búnir að missa hausinn,“ sagði Jón og var afar svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Tímabilinu er nú formlega lokið hjá Vestra og Jón vonast til þess að halda áfram með liðið á næsta tímabili en á þó eftir að klára samninga við félagið sem og fjölskylduna sína. Hann telur raunhæft að halda í sama leikmannahóp á næsta tímabili. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Vestri Mjólkurbikarinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira