Forréttindi að spila svona marga allt eða ekkert leiki Andri Már Eggertsson skrifar 2. október 2021 18:30 Snorri Steinn var afar ánægður með karakterinn í sínu liði Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals unnu Fram í úrslitum um Coca-Cola bikarinn. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Líkt og í undanúrslitum spiluðu Valsarar frábærlega í seinni hálfleik og unnu leikinn 25-29.Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar sáttur með að vera orðin Íslands og bikarmeistari. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt í dag. Fram spilaði mjög vel og setti okkur undir mikla pressu. Það þurfti mikinn karakter til að snúa slakri byrjun við,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals. Fram byrjaði leikinn frábærlega og gerði sex fyrstu mörk leiksins. „Mér fannst við flatir og máttlausir í byrjun leiks. Lárus Helgi var að verja vel á þessum kafla. Fram refsaði okkur líka fyrir léleg skot. Svona vill maður ekki byrja bikarúrslitaleik og var ég mjög sáttur með að leikurinn var jafn í hálfleik.“ Valur hefur verið í svakalegu leikjaálagi frá því tímabilið hófst. Frá 31. ágúst hefur Valur spilað tíu leiki í fjórum mismunandi keppnum. „Þetta hefur fyrst og fremst verið mjög skemmtilegt. Þetta var níundi allt eða ekkert leikurinn okkar. Í upphafi tímabils litum við á þetta sem forréttindi að spila fullt af úrslitaleikjum, það eru eflaust einhver lið sem spila ekki svona marga úrslitaleiki á heilu tímabili.“ Eftir að hafa leikið marga úrslitaleiki á stuttum tíma verður verk fyrir Snorra Stein að koma sínum mönnum upp á tærnar þegar Olís deildin tekur við. „Við sjáum bara til hvort það verði erfitt að koma mönnum upp á tærnar fyrir deildina. Ég ætla fá að njóta þess að vera bikarmeistari núna um helgina, ég vona að liðið geri það líka, þeir eiga það skilið,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
„Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt í dag. Fram spilaði mjög vel og setti okkur undir mikla pressu. Það þurfti mikinn karakter til að snúa slakri byrjun við,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals. Fram byrjaði leikinn frábærlega og gerði sex fyrstu mörk leiksins. „Mér fannst við flatir og máttlausir í byrjun leiks. Lárus Helgi var að verja vel á þessum kafla. Fram refsaði okkur líka fyrir léleg skot. Svona vill maður ekki byrja bikarúrslitaleik og var ég mjög sáttur með að leikurinn var jafn í hálfleik.“ Valur hefur verið í svakalegu leikjaálagi frá því tímabilið hófst. Frá 31. ágúst hefur Valur spilað tíu leiki í fjórum mismunandi keppnum. „Þetta hefur fyrst og fremst verið mjög skemmtilegt. Þetta var níundi allt eða ekkert leikurinn okkar. Í upphafi tímabils litum við á þetta sem forréttindi að spila fullt af úrslitaleikjum, það eru eflaust einhver lið sem spila ekki svona marga úrslitaleiki á heilu tímabili.“ Eftir að hafa leikið marga úrslitaleiki á stuttum tíma verður verk fyrir Snorra Stein að koma sínum mönnum upp á tærnar þegar Olís deildin tekur við. „Við sjáum bara til hvort það verði erfitt að koma mönnum upp á tærnar fyrir deildina. Ég ætla fá að njóta þess að vera bikarmeistari núna um helgina, ég vona að liðið geri það líka, þeir eiga það skilið,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira