Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2021 12:31 Jurtalitað band frá Dóru Óskarsdóttur í Þingborg en Ullarvika hefst á Suðurlandi í dag og stendur til laugardagsins 9. október. Aðsend Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holta og Landsveit er upphafið af ullarvikunni en sú sýning verður klukkan 14:00 í dag. Síðan rekur hver viðburðurinn á fætur öðrum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem Ullarvika er haldin á Suðurlandi en það kemur til vegna 30 ára afmælis Þingborgarhópsins svonefnda í Flóahreppi en þá erum við að tala um afmæli verslunarinnar og ullarvinnslunnar í Þingborg. Markmiðið með vikunni er að fólk kynnist ullinni og möguleikum hennar og því sem er að gerast á Suðurlandi í vinnslu á ull, en á svæðinu eru rekin mörg mjög athyglisverð fyrirtæki sem vinna með ull. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra - Velli í Flóahreppi er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. „Strax á morgun byrja námskeið og opið hús, bæði í Árnes og Rangárþingi og eins austur í Álftaveri, þar verður líka opið hús í vikunni. Svo spinnist dagskráin áfram en þetta má allt sjá inn á ullarvikan.is. Fyrirmyndina sækjum við m.a. til Hjaltlandseyja þar sem við höfum farið á ullarviku. Þetta bara vantaði alveg á Íslandi þannig að við bara skelltum okkur í að gera þetta,“ segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. Auk Þingborgar standa Spunasystur í Rangárþingi, Uppspuni-smáspunaverksmiðja og áhugahópur um feldfé að Ullarvikunni.Aðsend Margrét segir að mikill áhugi sé fyrir íslensku ullinni og prjónaskap í kringum hana, ekki síst í kringum Covid, þá hafi nánast allar konur og einstaka karl farið að prjóna. „Já, ullin er eitt albesta hráefni, sem við fáum í skjólflíkur og eins í góðan fatnað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir ull og hún er umhverfisvæn og dásamlega hlý og mjúk.“ Hápunktur ullarvikunnar verður laugardaginn 9. október en þá verður markaðsdagur í félagsheimilinu Þingborg. „En svo á fimmtudag og föstudag verður opið prjónakaffi í Þingborg þar sem allir mega koma. Þar verður kaffi og með því og ókeypis inn. Þannig að það eru allir velkomnir, sem hafa áhuga að koma þá daga þegar það verður opið þar,“ segir Margrét. Prjónað, spjallað og hlegið í Þingborg en allir eru velkomnir þangað næsta fimmtudagskvöld og föstudagskvöld í prjónakaffi.Aðsend Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holta og Landsveit er upphafið af ullarvikunni en sú sýning verður klukkan 14:00 í dag. Síðan rekur hver viðburðurinn á fætur öðrum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem Ullarvika er haldin á Suðurlandi en það kemur til vegna 30 ára afmælis Þingborgarhópsins svonefnda í Flóahreppi en þá erum við að tala um afmæli verslunarinnar og ullarvinnslunnar í Þingborg. Markmiðið með vikunni er að fólk kynnist ullinni og möguleikum hennar og því sem er að gerast á Suðurlandi í vinnslu á ull, en á svæðinu eru rekin mörg mjög athyglisverð fyrirtæki sem vinna með ull. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra - Velli í Flóahreppi er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. „Strax á morgun byrja námskeið og opið hús, bæði í Árnes og Rangárþingi og eins austur í Álftaveri, þar verður líka opið hús í vikunni. Svo spinnist dagskráin áfram en þetta má allt sjá inn á ullarvikan.is. Fyrirmyndina sækjum við m.a. til Hjaltlandseyja þar sem við höfum farið á ullarviku. Þetta bara vantaði alveg á Íslandi þannig að við bara skelltum okkur í að gera þetta,“ segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. Auk Þingborgar standa Spunasystur í Rangárþingi, Uppspuni-smáspunaverksmiðja og áhugahópur um feldfé að Ullarvikunni.Aðsend Margrét segir að mikill áhugi sé fyrir íslensku ullinni og prjónaskap í kringum hana, ekki síst í kringum Covid, þá hafi nánast allar konur og einstaka karl farið að prjóna. „Já, ullin er eitt albesta hráefni, sem við fáum í skjólflíkur og eins í góðan fatnað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir ull og hún er umhverfisvæn og dásamlega hlý og mjúk.“ Hápunktur ullarvikunnar verður laugardaginn 9. október en þá verður markaðsdagur í félagsheimilinu Þingborg. „En svo á fimmtudag og föstudag verður opið prjónakaffi í Þingborg þar sem allir mega koma. Þar verður kaffi og með því og ókeypis inn. Þannig að það eru allir velkomnir, sem hafa áhuga að koma þá daga þegar það verður opið þar,“ segir Margrét. Prjónað, spjallað og hlegið í Þingborg en allir eru velkomnir þangað næsta fimmtudagskvöld og föstudagskvöld í prjónakaffi.Aðsend
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira