Veður

Norð­læg átt og rigning með köflum fyrir norðan

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir klukkan 14.
Spákortið fyrir klukkan 14. Veðurstofan

Veðurstofan spáir norðlægum áttum í dag, tíu til átján metrum á sekúndu og rigning með köflum eða súld fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnan heiða. Heldur hvassara verður við fjöll norðvestanlands og á Suðausturlandi.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu eitt til sex stig fyrir norðan, en sex til tólf stig sunnantil. Heldur svalara verður á morgun.

„Norðlæg átt 5-10 á morgun og skýjað með köflum, en dálítil él eða slydduél á Norðausturlandi. Austlægari átt sunnantil, skýjað að mestu og sums staðar væta allra syðst. […] Í framhaldi verða suðaustlægar áttir ríkjandi með rigningu í flestum landshlutum, jafnvel slyddu eða snjókomu fyrir norðan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él eða slydduél NA-lands, en úrkomulaust að kalla NV-til. Austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið. Annars hægara og yfirleitt þurrt, en stöku skúrir eða slydduél norðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á föstudag og laugardag: Suðaustlæg átt, víða rigning og milt veður, en úrkomuminna á Norðausturlandi.

Á sunnudag: Útlit fyrir norðvestlæga átt með stöku skúrum eða slydduéljum fyrir norðan og kólnandi veður, en bjart að mestu og milt sunnantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×