Líklegt að hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér Eiður Þór Árnason skrifar 4. október 2021 10:44 Gera má ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á. vísir/vilhelm Ekkert lát hefur verið á hækkunum íbúðaverðs en staðan er önnur á leigumarkaði þar sem hóflegri verðhækkanir hafa mælst. Þá hefur leiguverð í einhverjum tilfellum lækkað samkvæmt nýjum samningum. Samkvæmt nýjustu gögnum um verðþróun á leigumarkaði mældist 12 mánaða hækkun leigu 3,5% í ágúst ef miðað er við nýja samningum. Hefur leiga þar með hækkað um 0,2% umfram verðlag þar sem almennt verðlag í landinu án húsnæðis hækkaði um 3,3% á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en frá því í maí 2020 hefur mælst nær stöðug lækkun á leigu milli ára umfram almennt verðlag. Að sögn hagfræðideildar bankans fylgjast kaup- og leiguverð íbúða jafnan að til lengri tíma litið. Því sé ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. Arðsemi íbúðakaupa til útleigu sennilega minnkað Mest var lækkunin á leiguverði í febrúar, 7% milli ára. Að jafnaði hefur raunverð leigu lækkað um 2,2% milli ára á fyrstu 8 mánuðum ársins. Á sama tíma mælist veruleg hækkun á íbúðaverði umfram almennt verðlag og mældist 12 mánaða raunhækkun íbúðaverðs í fjölbýli 11,3% núna í ágúst. „Við sjáum muninn á leigu- og kaupverði íbúða aukast sem gerir það að verkum að arðsemi þess að kaupa íbúð til þess að leigja hana út hefur að líkindum minnkað,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gæti hæglega breyst Má gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á, meðal annars vegna þess að færra fólk flutti hingað til lands til að starfa en í venjulegu árferði. Einnig hafi margir leigjendur getað nýtt sér betri lánskjör þegar vextir lækkuðu og fest kaup á íbúð. Það er þó ekki einungis eftirspurn sem hefur dregist saman og kælt leigumarkaðinn, að sögn Landsbankans, heldur er líklegt að framboð hafi einnig aukist. Það hafi meðal annars komið til vegna fækkunar ferðamanna og tilheyrandi samdrætti í skammtímaútleigu á borð við Airbnb. Þá er talið að einhverjar íbúðir gætu hafa ratað í almenna leigu og þar með aukið framboð leiguhúsnæðis. Einnig hafa stjórnvöld beitt sér fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eykur verulega framboð leiguhúsnæðis til almennings. Telur hagfræðideild Landsbankans að staðan geti breyst þegar fram í sækir og spenna aukist að nýju á leigumarkaði, sér í lagi þegar atvinnulífið kemst í samt horf og fleira fólk streymir hingað til lands til starfa. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Samkvæmt nýjustu gögnum um verðþróun á leigumarkaði mældist 12 mánaða hækkun leigu 3,5% í ágúst ef miðað er við nýja samningum. Hefur leiga þar með hækkað um 0,2% umfram verðlag þar sem almennt verðlag í landinu án húsnæðis hækkaði um 3,3% á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en frá því í maí 2020 hefur mælst nær stöðug lækkun á leigu milli ára umfram almennt verðlag. Að sögn hagfræðideildar bankans fylgjast kaup- og leiguverð íbúða jafnan að til lengri tíma litið. Því sé ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum fasteignaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. Arðsemi íbúðakaupa til útleigu sennilega minnkað Mest var lækkunin á leiguverði í febrúar, 7% milli ára. Að jafnaði hefur raunverð leigu lækkað um 2,2% milli ára á fyrstu 8 mánuðum ársins. Á sama tíma mælist veruleg hækkun á íbúðaverði umfram almennt verðlag og mældist 12 mánaða raunhækkun íbúðaverðs í fjölbýli 11,3% núna í ágúst. „Við sjáum muninn á leigu- og kaupverði íbúða aukast sem gerir það að verkum að arðsemi þess að kaupa íbúð til þess að leigja hana út hefur að líkindum minnkað,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gæti hæglega breyst Má gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi dregist saman þegar faraldurinn skall á, meðal annars vegna þess að færra fólk flutti hingað til lands til að starfa en í venjulegu árferði. Einnig hafi margir leigjendur getað nýtt sér betri lánskjör þegar vextir lækkuðu og fest kaup á íbúð. Það er þó ekki einungis eftirspurn sem hefur dregist saman og kælt leigumarkaðinn, að sögn Landsbankans, heldur er líklegt að framboð hafi einnig aukist. Það hafi meðal annars komið til vegna fækkunar ferðamanna og tilheyrandi samdrætti í skammtímaútleigu á borð við Airbnb. Þá er talið að einhverjar íbúðir gætu hafa ratað í almenna leigu og þar með aukið framboð leiguhúsnæðis. Einnig hafa stjórnvöld beitt sér fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eykur verulega framboð leiguhúsnæðis til almennings. Telur hagfræðideild Landsbankans að staðan geti breyst þegar fram í sækir og spenna aukist að nýju á leigumarkaði, sér í lagi þegar atvinnulífið kemst í samt horf og fleira fólk streymir hingað til lands til starfa.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent