Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldamörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir fram á miðvikudag næstkomandi, eða 6. október.
Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Flestir þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir, alls sautján einstaklingar. Sjö voru utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 369 í einangrun með virkt smit og 1.816 í sóttkví. Í heildina voru rúmlega 900 sýni tekin innanlands í gær.