Strandgæsla Bandaríkjanna stendur fyrir hreinsunarstarfinu, en lekinn er sagður koma frá Elly-olíupallinum.
Í frétt Reuters segir að áætlað sé að um 573 milljónir lítra, sem samsvarar um þrjú þúsund olíutunna, hafi lekið út á um 34 ferkílómetra svæði í Kyrrahafi, frá Huntington Beach til Newport Beach.
Kim Carr, borgarstjóri Huntington Beach, segir að fyrst hafi verið tilkynnt um lekann á laugardagsmorgun.
Kallaði hún lekann „umhverfisstórslys“ sem kynni að hafa gríðarleg áhrif á vistkerfið á svæðinu. Bærinn er um 65 kílómetra suður af Los Angeles.
Að neðan má sjá myndband af hreinsunarstarfinu og lekanum.