Fólk með bælt ónæmiskerfi fái þriðja skammtinn fyrr Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 16:07 Lyfjastofnun Evrópu hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að einstaklingar 18 ára og eldri geti fengið örvunarskammt af bóluefni Pfizer. Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur nú hefur nú gefið það út að einstaklingar 18 ára og eldri geti fengið örvunarskammt af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn Covid-19. Það er þó í höndum heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða hverjir fá þriðja skammtinn. Þá hefur stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem eru með verulega skert ónæmiskerfi geti fengið þriðja skammtinn að minnsta kosti 28 dögum eftir seinni skammt. Mælt er með slíku þar sem rannsóknir sýna að aukaskammtur ýti undir mótefnasvar hjá þeim einstaklingum. Á það bæði við um bóluefni Pfizer og bóluefni Moderna. Á það þó aðeins við um þá sem eru með skert ónæmiskerfi en hjá heilbrigðum einstaklingum þurfa að líða í hið minnsta sex mánuðir milli skammtanna. Sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) vísar til þess að gögn fyrir bóluefni Pfizer/BioNTech sýni að magn mótefna aukist hjá einstaklingum 18 til 55 ára þegar örvunarskammtur er gefinn um sex mánuðum eftir seinni skammt. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar Evrópu er verið að rannsaka mögulega örvunarskammta með bóluefni Moderna hjá þeim sem eru ekki með skert ónæmiskerfi. Fjölmörg lönd hafa þegar farið að huga að örvunarskömmtum þó að niðurstaða EMA hafi ekki legið fyrir fyrr en nú. Bandaríkin, Bretland og Ísrael hafa þegar gefið leyfi fyrir örvunarskömmtum en Ísraelar eru þeir einu að svo stöddu sem setja engar skorður á hver geti fengið þriðja skammtinn. EMA conclusion: 3rd doses of #COVID19vaccines Comirnaty & Spikevax may be given to people with severely weakened immune systems, at least 28 days after their 2nd dose. https://t.co/v0jiuKbum2 pic.twitter.com/mUHRhru35r— EU Medicines Agency (@EMA_News) October 4, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. 25. ágúst 2021 07:42 Telja ekki brýna þörf á að heilbrigðir fái örvunarskammt Sóttvarnastofnun Evrópu, ECDC, og Lyfjastofnun Evrópu, EMA, telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á á örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki. 3. september 2021 08:41 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Þá hefur stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem eru með verulega skert ónæmiskerfi geti fengið þriðja skammtinn að minnsta kosti 28 dögum eftir seinni skammt. Mælt er með slíku þar sem rannsóknir sýna að aukaskammtur ýti undir mótefnasvar hjá þeim einstaklingum. Á það bæði við um bóluefni Pfizer og bóluefni Moderna. Á það þó aðeins við um þá sem eru með skert ónæmiskerfi en hjá heilbrigðum einstaklingum þurfa að líða í hið minnsta sex mánuðir milli skammtanna. Sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) vísar til þess að gögn fyrir bóluefni Pfizer/BioNTech sýni að magn mótefna aukist hjá einstaklingum 18 til 55 ára þegar örvunarskammtur er gefinn um sex mánuðum eftir seinni skammt. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar Evrópu er verið að rannsaka mögulega örvunarskammta með bóluefni Moderna hjá þeim sem eru ekki með skert ónæmiskerfi. Fjölmörg lönd hafa þegar farið að huga að örvunarskömmtum þó að niðurstaða EMA hafi ekki legið fyrir fyrr en nú. Bandaríkin, Bretland og Ísrael hafa þegar gefið leyfi fyrir örvunarskömmtum en Ísraelar eru þeir einu að svo stöddu sem setja engar skorður á hver geti fengið þriðja skammtinn. EMA conclusion: 3rd doses of #COVID19vaccines Comirnaty & Spikevax may be given to people with severely weakened immune systems, at least 28 days after their 2nd dose. https://t.co/v0jiuKbum2 pic.twitter.com/mUHRhru35r— EU Medicines Agency (@EMA_News) October 4, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. 25. ágúst 2021 07:42 Telja ekki brýna þörf á að heilbrigðir fái örvunarskammt Sóttvarnastofnun Evrópu, ECDC, og Lyfjastofnun Evrópu, EMA, telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á á örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki. 3. september 2021 08:41 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. 25. ágúst 2021 07:42
Telja ekki brýna þörf á að heilbrigðir fái örvunarskammt Sóttvarnastofnun Evrópu, ECDC, og Lyfjastofnun Evrópu, EMA, telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á á örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki. 3. september 2021 08:41
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent