Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu núll til átta stig yfir daginn þar sem mildast verður sunnan heiða.
„Austan strekkingur við suðurströndina á morgun, annars hægari vindur. Víða bjartviðri vestan- og norðanlands, en lítilsháttar skúrir eða él á Austur- og Suðausturlandi. Vaxandi austanátt um kvöldið, hvasst á fimmtudag og talsverð rigning á landinu.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Austan 5-10 m/s, en 10-15 með S-ströndinni. Bjartviðri NV- og V-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 0 til 7 stig. Vaxandi austanátt um kvöldið og fer að rigna S-til.
Á fimmtudag: Austan 15-23 og víða talsverð rigning, hiti 4 til 10 stig.
Á föstudag og laugardag: Suðaustan og austan 5-13 og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt og bjart um landið NA-vert. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Norðlæg átt og heldur kólnandi. Rigning eða slydda fram eftir degi N- og A-lands, annars úrkomulítið.
Á mánudag: Vestlæg átt, skýjað með köflum og smáskúrir eða slydduél V-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.