Útvarpsmaðurinn Guðni Már Henningsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2021 13:29 Guðni Már Henningsson fluttist til spænsku eyjarinnar Tenerife árið 2018 eftir að hann hætti á RÚV. Anton Brink Guðni Már Henningsson útvarpsmaður er látinn, 69 ára að aldri. Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2 og samstarfsmaður Guðna Más til margra ára, greindi frá láti hans í Popplandi á Rás 2 í hádeginu. Ólafur Páll rifjaði upp Guðni Már hafi verið fyrsti samstarfsmaður Ólafs Páls í Popplandi á Rás 2, en Guðni Már hóf fyrst störf á Rás 2 árið 1994. „Við vorum miklir vinir og unnum lengi og vel saman hérna í Popplandi. Hann var lengi liðsmaður Popplands. Hann var líka á næturvaktinni og einn elskaðasti og dáðasti útvarpsmaður þjóðarinnar.“ Ólafur Páll sagði fáa útvarpsmenn hafa öðlast vinsældir eins og Guðni. „Hann var Reykvíkingur, hann var Víkingur, hélt mikið með Víkingi. Hann var búinn að búa á Spáni, á Tenerife, í nokkur ár eftir að hann hætti að vinna hjá okkur hérna á Rás 2. Hann var ótrúlega skemmtilegur, hann var óskaplegur músíkmaður. Það eru fáir sem ég þekki sem hlustuðu eins mikið á músík og hann eftir að hafa verið hérna í vinnunni í útvarpinu allan daginn þá fór hann heim og setti plötu á fóninn,“ sagði Ólafur Páll. Ólafur Páll segir Guðna Pál hafa haft sinn einstaka smekk á tónlist. Hann hafði áhrif á mig og minn smekk. Til marks um það hvernig hann var og bjargaði sér þegar hann hætti að vinna hér hjá okkur þá fór hann að mála myndir, selja þær og hafði ágætt upp úr því. […] Honum var margt til lista lagt. Hann skrifaði ljóð, í félagi við aðra bjó hann til músík. Hann skrifaði og gaf út bækur.“ „Hann var skemmtilegur og mér þótti mjög vænt um hann Guðna minn. Og ég segi bara góða ferð, kæri vinur,“ sagði Ólafur Páll í Popplandi í hádeginu. Andlát Fjölmiðlar Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ólafur Páll rifjaði upp Guðni Már hafi verið fyrsti samstarfsmaður Ólafs Páls í Popplandi á Rás 2, en Guðni Már hóf fyrst störf á Rás 2 árið 1994. „Við vorum miklir vinir og unnum lengi og vel saman hérna í Popplandi. Hann var lengi liðsmaður Popplands. Hann var líka á næturvaktinni og einn elskaðasti og dáðasti útvarpsmaður þjóðarinnar.“ Ólafur Páll sagði fáa útvarpsmenn hafa öðlast vinsældir eins og Guðni. „Hann var Reykvíkingur, hann var Víkingur, hélt mikið með Víkingi. Hann var búinn að búa á Spáni, á Tenerife, í nokkur ár eftir að hann hætti að vinna hjá okkur hérna á Rás 2. Hann var ótrúlega skemmtilegur, hann var óskaplegur músíkmaður. Það eru fáir sem ég þekki sem hlustuðu eins mikið á músík og hann eftir að hafa verið hérna í vinnunni í útvarpinu allan daginn þá fór hann heim og setti plötu á fóninn,“ sagði Ólafur Páll. Ólafur Páll segir Guðna Pál hafa haft sinn einstaka smekk á tónlist. Hann hafði áhrif á mig og minn smekk. Til marks um það hvernig hann var og bjargaði sér þegar hann hætti að vinna hér hjá okkur þá fór hann að mála myndir, selja þær og hafði ágætt upp úr því. […] Honum var margt til lista lagt. Hann skrifaði ljóð, í félagi við aðra bjó hann til músík. Hann skrifaði og gaf út bækur.“ „Hann var skemmtilegur og mér þótti mjög vænt um hann Guðna minn. Og ég segi bara góða ferð, kæri vinur,“ sagði Ólafur Páll í Popplandi í hádeginu.
Andlát Fjölmiðlar Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira