
Ríkisútvarpið

Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman
Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig.

Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna?
Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál.

Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn
Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.

Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu
Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka.

„Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir meira af ófjármögnuðum útgjöldum en hún hafi átt von á. Ríkiskassinn sé ekki tómur en það þurfi að passa afskaplega vel upp á það sem er í honum. Það þurfi að passa að tekjur dugi fyrir útgjöldum og þannig hafi það ekki verið í mörg ár.

Skarphéðinn til Sagafilm
Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars.

Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV
Fjölmiðlakonan Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, vakti mikla athygli fyrir glæsilegan klæðaburð þegar hún mætti á árshátíð Ríkisútvarpsins og árshátíð Mosfellsbæjar um liðna helgi. Hún klæddist gegnsæjum svörtum blúndusamfestingi og svörtum undirfötum.

Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum
Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni.

„Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“
Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi.

Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart
„Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum
Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV.

RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur!
Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu.

Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV
Eftir hálft ár í fríi frá fjölmiðlum, en Helgi Seljan hætti á Heimildinni fyrir fáeinum mánuðum, er hann við að hefja störf á RÚV - aftur.

Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV
Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands.

Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu
Hópur sem segir sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision skorar á RÚV að beita sér fyrir því að KAN, ísraelska ríkisfjölmiðlinum, verði vikið úr Eurovision árið 2025. Hópurinn sendi bréf á útvarpsstjóra í vikunni. Tæp fjögur þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision á meðan Ísrael er leyft að taka þátt.

Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun
Ísraelskur lagahöfundur hefur kvartað yfir meintum þjófnaði sigurvegara Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann krefst þess að lagið verði dæmt úr keppni eða að hann verði titlaður lagahöfundur. Flytjendur sigurlagsins segjast aldrei hafa heyrt lagið áður. Ísraelar hafa áður verið sakaðir um að stela lagi fyrir Eurovision.

Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra
Frétt ísraelska dagblaðsins Israel Hayom hefst á eftirfarandi orðum: „Ísrael – Ísland, er stríð í uppsiglingu?“

Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni
Lagið Róa bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið var hlutskarpast í símakosningu almennings bæði í undankeppninni og lokakeppninni. Þá voru erlendu dómararnir líka ánægðastir með lagið.

Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina
Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar.

VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision
VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd.

Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur.

Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt
Þóra Tómasdóttir dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu henti fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“ en hlaut frekar dræmar viðtökur við spurningum sínum.

„Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr
Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um breytt fyrirkomulag á útvarpsgjaldi segir núverandi fyrirkomulag slæmt og það hafi verið viðhaft sem einhvers lags plástur árum saman. Hann segist vongóður og finnur fyrir meiri stuðningi við tillöguna en áður.

Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla
Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en ríkisútvarpsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en þetta er í fimmta sinn sem þingsályktunartillaga þess efnis er flutt á Alþingi en hefur aldrei náð fram að ganga.

Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða
Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir.

Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar
Stefán Jakobsson, Ágúst og hljómsveitin VÆB komust í kvöld áfram í úrslit söngvakeppninnar sem fara fram laugardaginn 22. febrúar.

Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld
Flytjendur fimm laga keppast í kvöld í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar á RÚV. Úrslitin fara fram þann 22. febrúar og þá verður framlag Íslands til Eurovision í Sviss í maí valið. Undanúrslitakvöldin verða tvö, í kvöld og næsta laugardag. Aron Can kemur einnig fram í kvöld og flytur tvö lög.

Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra
Útvarpsstjóri segir til standa að auglýsa á næstunni starf dagskrárstjóra Ríkisútvarps sjónvarps eftir að Skarphéðinn Guðmundsson lét af störfum um áramótin.

Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann.

Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga
Heildarbinding í skógum er alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar. Opinber stofnun sem fer með skógrækt og landgræðslu gerir athugasemdir við frétt Ríkisútvarpsins þar sem það gagnstæða var fullyrt.