Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Þorgils Jónsson skrifar 5. október 2021 19:39 Frances Haugen vann um hríð hjá Facebook, en blöskraði starfshættir stjórnenda og áhersla á ofsagróða fram yfir samfélagslega hagsmuni. Hún ljóstraði því upp um framferðið og bar vitni fyrir þingnefnd í Washington fyrr í dag. Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. Haugen upplýsti nýlega um hvernig forráðamenn Facebook hafi vitað af því að efni á forritum eins og Instagram hefði slæm áhrif á andlega líða ungs fólks, sérstaklega stúlkna. Myndir þar hafi alið á slæmri sjálfsmynd og jafnvel ýtt undir átraskanir. Engu að síður hafi Facebook gert lítið úr þeim áhyggjum út á við. Að sögn fréttastofu AP sætti Haugen sig ekki við þessa starfshætti og sagði upp störfum fyrr í ár og ljóstraði upp um málið á dögunum. „Forrit Facebook skaða börn, ala á sundrung og veikja lýðræðið í landinu,“ sagði hún. „Stjórnendur vita hvernig má gera Facebook og Instagram öruggari, en vilja ekki gera þær breytingar sem þarf, vegna þess að þau setja ofsagróða ofar fólki.“ „Þingið þarf að grípa til aðgerða,“ bætti hún við. „Þau munu ekki leysa þennan vanda án ykkar hjálpar.“ Haugen útskýrði fyrir öldungadeildarþingmönnum hvernig algrím stýra því sem notendur sjá í fréttaveitum sínum. Árið 2018 hafi breyting þar á orsakað að efni sem valdið hafi úlfúð og illvilja orðið ríkjandi. Þrátt fyrir að Facebook hafi orðið var við þessi neikvæðu áhrif, var líka ljóst að þau héldu notendum frekar við efnið, sem hafði jákvæð áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Öldungadeildarþingmenn tóku undir orð Haugens. Demókratinn Richard Blumenthal, formaður nefndarinnar, sagði að Facebook hafi grætt á því að dreifa misvísandi upplýsingum og lygum og þannig sáð fræjum haturs. „Svar Facebook við vanda Facebook hefur alltaf verið á þá leið að við þyrftum meira af Facebook. En það hefur í för með sér meiri sársauka, og meiri gróða fyrir Facebook.“ Haugen sagði þó að Facebook hafi ekki lagt upp með að bjóða upp á svo skaðlegan vettvang, „en Mark verður á endanum að axla sína ábyrgð“. Þar átti hún við Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, sem hefur enn meirihlutavald í fyrirtækinu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42 Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Haugen upplýsti nýlega um hvernig forráðamenn Facebook hafi vitað af því að efni á forritum eins og Instagram hefði slæm áhrif á andlega líða ungs fólks, sérstaklega stúlkna. Myndir þar hafi alið á slæmri sjálfsmynd og jafnvel ýtt undir átraskanir. Engu að síður hafi Facebook gert lítið úr þeim áhyggjum út á við. Að sögn fréttastofu AP sætti Haugen sig ekki við þessa starfshætti og sagði upp störfum fyrr í ár og ljóstraði upp um málið á dögunum. „Forrit Facebook skaða börn, ala á sundrung og veikja lýðræðið í landinu,“ sagði hún. „Stjórnendur vita hvernig má gera Facebook og Instagram öruggari, en vilja ekki gera þær breytingar sem þarf, vegna þess að þau setja ofsagróða ofar fólki.“ „Þingið þarf að grípa til aðgerða,“ bætti hún við. „Þau munu ekki leysa þennan vanda án ykkar hjálpar.“ Haugen útskýrði fyrir öldungadeildarþingmönnum hvernig algrím stýra því sem notendur sjá í fréttaveitum sínum. Árið 2018 hafi breyting þar á orsakað að efni sem valdið hafi úlfúð og illvilja orðið ríkjandi. Þrátt fyrir að Facebook hafi orðið var við þessi neikvæðu áhrif, var líka ljóst að þau héldu notendum frekar við efnið, sem hafði jákvæð áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Öldungadeildarþingmenn tóku undir orð Haugens. Demókratinn Richard Blumenthal, formaður nefndarinnar, sagði að Facebook hafi grætt á því að dreifa misvísandi upplýsingum og lygum og þannig sáð fræjum haturs. „Svar Facebook við vanda Facebook hefur alltaf verið á þá leið að við þyrftum meira af Facebook. En það hefur í för með sér meiri sársauka, og meiri gróða fyrir Facebook.“ Haugen sagði þó að Facebook hafi ekki lagt upp með að bjóða upp á svo skaðlegan vettvang, „en Mark verður á endanum að axla sína ábyrgð“. Þar átti hún við Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, sem hefur enn meirihlutavald í fyrirtækinu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42 Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42
Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48