Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Þorgils Jónsson skrifar 5. október 2021 19:39 Frances Haugen vann um hríð hjá Facebook, en blöskraði starfshættir stjórnenda og áhersla á ofsagróða fram yfir samfélagslega hagsmuni. Hún ljóstraði því upp um framferðið og bar vitni fyrir þingnefnd í Washington fyrr í dag. Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. Haugen upplýsti nýlega um hvernig forráðamenn Facebook hafi vitað af því að efni á forritum eins og Instagram hefði slæm áhrif á andlega líða ungs fólks, sérstaklega stúlkna. Myndir þar hafi alið á slæmri sjálfsmynd og jafnvel ýtt undir átraskanir. Engu að síður hafi Facebook gert lítið úr þeim áhyggjum út á við. Að sögn fréttastofu AP sætti Haugen sig ekki við þessa starfshætti og sagði upp störfum fyrr í ár og ljóstraði upp um málið á dögunum. „Forrit Facebook skaða börn, ala á sundrung og veikja lýðræðið í landinu,“ sagði hún. „Stjórnendur vita hvernig má gera Facebook og Instagram öruggari, en vilja ekki gera þær breytingar sem þarf, vegna þess að þau setja ofsagróða ofar fólki.“ „Þingið þarf að grípa til aðgerða,“ bætti hún við. „Þau munu ekki leysa þennan vanda án ykkar hjálpar.“ Haugen útskýrði fyrir öldungadeildarþingmönnum hvernig algrím stýra því sem notendur sjá í fréttaveitum sínum. Árið 2018 hafi breyting þar á orsakað að efni sem valdið hafi úlfúð og illvilja orðið ríkjandi. Þrátt fyrir að Facebook hafi orðið var við þessi neikvæðu áhrif, var líka ljóst að þau héldu notendum frekar við efnið, sem hafði jákvæð áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Öldungadeildarþingmenn tóku undir orð Haugens. Demókratinn Richard Blumenthal, formaður nefndarinnar, sagði að Facebook hafi grætt á því að dreifa misvísandi upplýsingum og lygum og þannig sáð fræjum haturs. „Svar Facebook við vanda Facebook hefur alltaf verið á þá leið að við þyrftum meira af Facebook. En það hefur í för með sér meiri sársauka, og meiri gróða fyrir Facebook.“ Haugen sagði þó að Facebook hafi ekki lagt upp með að bjóða upp á svo skaðlegan vettvang, „en Mark verður á endanum að axla sína ábyrgð“. Þar átti hún við Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, sem hefur enn meirihlutavald í fyrirtækinu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42 Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Haugen upplýsti nýlega um hvernig forráðamenn Facebook hafi vitað af því að efni á forritum eins og Instagram hefði slæm áhrif á andlega líða ungs fólks, sérstaklega stúlkna. Myndir þar hafi alið á slæmri sjálfsmynd og jafnvel ýtt undir átraskanir. Engu að síður hafi Facebook gert lítið úr þeim áhyggjum út á við. Að sögn fréttastofu AP sætti Haugen sig ekki við þessa starfshætti og sagði upp störfum fyrr í ár og ljóstraði upp um málið á dögunum. „Forrit Facebook skaða börn, ala á sundrung og veikja lýðræðið í landinu,“ sagði hún. „Stjórnendur vita hvernig má gera Facebook og Instagram öruggari, en vilja ekki gera þær breytingar sem þarf, vegna þess að þau setja ofsagróða ofar fólki.“ „Þingið þarf að grípa til aðgerða,“ bætti hún við. „Þau munu ekki leysa þennan vanda án ykkar hjálpar.“ Haugen útskýrði fyrir öldungadeildarþingmönnum hvernig algrím stýra því sem notendur sjá í fréttaveitum sínum. Árið 2018 hafi breyting þar á orsakað að efni sem valdið hafi úlfúð og illvilja orðið ríkjandi. Þrátt fyrir að Facebook hafi orðið var við þessi neikvæðu áhrif, var líka ljóst að þau héldu notendum frekar við efnið, sem hafði jákvæð áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Öldungadeildarþingmenn tóku undir orð Haugens. Demókratinn Richard Blumenthal, formaður nefndarinnar, sagði að Facebook hafi grætt á því að dreifa misvísandi upplýsingum og lygum og þannig sáð fræjum haturs. „Svar Facebook við vanda Facebook hefur alltaf verið á þá leið að við þyrftum meira af Facebook. En það hefur í för með sér meiri sársauka, og meiri gróða fyrir Facebook.“ Haugen sagði þó að Facebook hafi ekki lagt upp með að bjóða upp á svo skaðlegan vettvang, „en Mark verður á endanum að axla sína ábyrgð“. Þar átti hún við Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, sem hefur enn meirihlutavald í fyrirtækinu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42 Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42
Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48