Halldór Jóhann: Það verður sárt að horfa á leikinn aftur Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2021 21:49 Halldór Jóhann fannst sínir menn afar andlausir vísir/hulda margrét Selfoss átti aldrei möguleika gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld. Haukar unnu leikinn með níu mörkum 31-22. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, var afar svekktur með liðið sitt eftir leik. „Mér fannst leikurinn tapast á öllum vígstöðvum. Það var jafnræði með liðunum á fyrstu tíu mínútum leiksins en þá voru Haukar einnig slakir. Þegar Haukar gáfu í þá vorum við alls ekki klárir í að hlaupa á sama hraða og þeir,“ sagði Halldór Jóhann svekktur eftir leik. Halldór Jóhann fannst Selfyssingarnir andlausir í leiknum og vantaði baráttu í liðið. „Andleysi lýsir okkar leik mjög vel. Utan af virkuðum við virkilega andlausir. Við vorum flottir í síðasta leik en þessi leikur var eins og fyrsti leikurinn gegn Fram.“ Það liðu tæplega ellefu mínútur milli marka átta og níu hjá Selfossi. Halldóri fannst hans lið taka ansi margar rangar ákvarðanir á þeim kafla. „Við vorum að taka slæmar ákvarðanir, vorum að taka léleg skot, taktískt vorum við mjög slakir. Ég get í raun talið upp rosa marga hluti í okkar leik. Það verður virkilega sárt að skoða leikinn aftur,“ Halldór Jóhann reyndi að koma mönnum upp á tærnar í hálfleik. Hann var ánægður með hvernig þeir byrjuðu síðari hálfleik en síðan sprakk blaðran. Selfoss er með nokkra lykilmenn í meiðsli. Guðmundur Hólmar hefur verið í leikmannahóp liðsins en ekkert komið við sögu. „Þetta tekur allt tíma. Guðmundur Hólmar og Tryggvi eru í hópnum sem aukaleikarar. Þeir þurfa tíma til að geta farið að æfa á fullu með okkur. Listinn hjá okkur lengdist eftir að Atli Ævar Ingólfsson datt út en svona er þetta og við munum komast í gegnum þennan kafla.“ „Sama hvað vantar marga leikmenn þá er alltaf hægt að berjast og gera ákveðna hluti vel sem við gerðum alls ekki í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sjá meira
„Mér fannst leikurinn tapast á öllum vígstöðvum. Það var jafnræði með liðunum á fyrstu tíu mínútum leiksins en þá voru Haukar einnig slakir. Þegar Haukar gáfu í þá vorum við alls ekki klárir í að hlaupa á sama hraða og þeir,“ sagði Halldór Jóhann svekktur eftir leik. Halldór Jóhann fannst Selfyssingarnir andlausir í leiknum og vantaði baráttu í liðið. „Andleysi lýsir okkar leik mjög vel. Utan af virkuðum við virkilega andlausir. Við vorum flottir í síðasta leik en þessi leikur var eins og fyrsti leikurinn gegn Fram.“ Það liðu tæplega ellefu mínútur milli marka átta og níu hjá Selfossi. Halldóri fannst hans lið taka ansi margar rangar ákvarðanir á þeim kafla. „Við vorum að taka slæmar ákvarðanir, vorum að taka léleg skot, taktískt vorum við mjög slakir. Ég get í raun talið upp rosa marga hluti í okkar leik. Það verður virkilega sárt að skoða leikinn aftur,“ Halldór Jóhann reyndi að koma mönnum upp á tærnar í hálfleik. Hann var ánægður með hvernig þeir byrjuðu síðari hálfleik en síðan sprakk blaðran. Selfoss er með nokkra lykilmenn í meiðsli. Guðmundur Hólmar hefur verið í leikmannahóp liðsins en ekkert komið við sögu. „Þetta tekur allt tíma. Guðmundur Hólmar og Tryggvi eru í hópnum sem aukaleikarar. Þeir þurfa tíma til að geta farið að æfa á fullu með okkur. Listinn hjá okkur lengdist eftir að Atli Ævar Ingólfsson datt út en svona er þetta og við munum komast í gegnum þennan kafla.“ „Sama hvað vantar marga leikmenn þá er alltaf hægt að berjast og gera ákveðna hluti vel sem við gerðum alls ekki í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sjá meira