Hafdís hefur verið einkar óheppin með meiðsli undanfarin misseri og fengið allmörg höfuðhögg. Ekki var um höfuðmeiðsli að ræða að þessu sinni en Hafdís meiddist á ökkla samkvæmt frétt Handbolti.is.
Meiðslin munu að öllum líkindum aftra Hafdísi frá því að taka þátt í leik morgundagsins og því hefur Saga Sif verið kölluð inn í hópinn.
Ísland mætir Svíþjóð í Eskilstuna klukkan 17.00 á morgun í fyrsta leik undankeppni EM 2022. Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Saga Sif munu standa vaktina í marki liðsins eins og staðan er í dag.