Meðal greindu voru 24 fullbólusettir og 31 óbólusettur. Þá voru 39 í sóttkví en 16 utan sóttkvíar við greiningu.
Níu liggja á Landspítala vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild.
Nýgengi innanlandsmita er 128,7 og nýgengi landamærasmita 7,4.
Aðeins einn greindist „á landamærunum“ í gær en um var að ræða einstakling sem fór í seinni skimun og reyndist vera með virkt smit.