Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2021 11:11 Frá samstöðufundi í Seoul í mars eftir að Byun Hee-soo svipti sig lífi. EPA Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Transfólk má ekki ganga til liðs við her Suður-Kóreu en þetta var í fyrsta sinn sem starfandi hermaður gekkst undir kynleiðréttingu. Sjá einnig: Transkona sem var rekin úr hernum fannst látin á heimili sínu Í frétt Yonhap-fréttaveitunnar segir að úrskurðurinn gæti haft umfangsmikil áhrif á málefni LGBT-fólks í Suður-Kóreu. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hefðu samkvæmt úrskurði dómstóls í Daejeon að líta á Byun sem konu þegar verið var að taka afstöðu gagnvart því hvort hún væri hæf til að vera áfram í hernum. Byun fór í kynleiðréttingu árið 2019, þegar hún var í leyfi frá hernum. Það var um tveimur árum eftir að hún gekk sjálfviljug í herinn. Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Konur geta gengið til liðs við herinn en herskyldan nær ekki yfir þær. Í stað þess að skrá Byun sem konu var henni vikið úr hernum, því samkvæmt reglum hersins var litið á fjarlægingu karlkyns kynfæra hennar sem bæklun. Áfrýjun hennar var hafnað. Í ágúst í fyrra höfðaði hún svo mál gegn hernum og sagði brottrekstur sinn hafa verið ólöglegan. Nú hefur verið úrskurðað henni í vil í því máli. Samkvæmt Yonhap segist herinn virða úrskurðinn en enn eigi eftir að taka ákvörðun um hvort áfrýja eigi niðurstöðunni eða ekki. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Suður-Kórea Málefni transfólks Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Sjá meira
Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Transfólk má ekki ganga til liðs við her Suður-Kóreu en þetta var í fyrsta sinn sem starfandi hermaður gekkst undir kynleiðréttingu. Sjá einnig: Transkona sem var rekin úr hernum fannst látin á heimili sínu Í frétt Yonhap-fréttaveitunnar segir að úrskurðurinn gæti haft umfangsmikil áhrif á málefni LGBT-fólks í Suður-Kóreu. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hefðu samkvæmt úrskurði dómstóls í Daejeon að líta á Byun sem konu þegar verið var að taka afstöðu gagnvart því hvort hún væri hæf til að vera áfram í hernum. Byun fór í kynleiðréttingu árið 2019, þegar hún var í leyfi frá hernum. Það var um tveimur árum eftir að hún gekk sjálfviljug í herinn. Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Konur geta gengið til liðs við herinn en herskyldan nær ekki yfir þær. Í stað þess að skrá Byun sem konu var henni vikið úr hernum, því samkvæmt reglum hersins var litið á fjarlægingu karlkyns kynfæra hennar sem bæklun. Áfrýjun hennar var hafnað. Í ágúst í fyrra höfðaði hún svo mál gegn hernum og sagði brottrekstur sinn hafa verið ólöglegan. Nú hefur verið úrskurðað henni í vil í því máli. Samkvæmt Yonhap segist herinn virða úrskurðinn en enn eigi eftir að taka ákvörðun um hvort áfrýja eigi niðurstöðunni eða ekki. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Suður-Kórea Málefni transfólks Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent