Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 107-82 | Njarðvík skaut Íslandsmeistarana í kaf Sæbjörn Þór Steinke skrifar 7. október 2021 20:55 Njarðvíkingar unnu öruggan sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. vísir/bára Íslandsmeistarar Þórs Þ. hófu titilvörn sína í Njarðvík þar sem að bikarmeistararnir tóku á móti þeim. Liðin mættust fyrir tæpri viku í Meistarakeppni KKÍ þar sem að Þórsarar höfðu betur, en Njarðvíkingar hefndu svo sannarlega fyrir það í kvöld með 25 stiga sigri, 107-82. Njarðvík byrjar tímabilið vel í Subway deildinni. Liðið leiddi nánast allan leikinn gegn Þór Þorlákshöfn í dag og vann að lokum sannfærandi sigur. Stemningin var hörkugóð og lentu einungis undir í upphafi leiks en litu svo aldrei um öxl. Varnarleikur Njarðvíkur var öflugur en svo þegar gestirnir fengu opin skot þá neitaði boltinn að fara ofan í. Sóknarleikur Njarðvíkur gekk eins og smurt og liðið var að hitta vel. 59% skotnýting úr tveggja stiga skotum og 46% nýting úr tveggja stiga skotum, Njarðvíkingar hefðu ekki getað óskað eftir betri sóknarleik. Leikurinn var aldrei neitt svakalega spennandi eftir að Njarðvík tók völdin en hraðinn var góður og flott tilþrif glöddu augað. Það var viðeigandi að Logi Gunnarsson setti niður þriggja stiga skot undir lokin og kom muninum upp í 25 stig á sínu 25. tímabili í meistaraflokki. Það vakti smá athygli í lokin að Njarðvík hélt alltaf áfram og reyndi að skora í síðustu sókninni. Deildin getur orðið jöfn og ótrúlegt en satt geta þessi þrjú stig talið í lok tímabilsins sem er líklega það sem heimamenn voru að hugsa. Af hverju vann Njarðvík? Sóknarleikur Njarðvíkur gerði það að verkum, fyrst og fremst. Njarðvík passaði mjög vel upp á boltann og nýtti sér það vel þegar Þórsarar töpuðu boltanum. Ég held það sé ekki hægt að tapa ef þú hittir jafnve og Njarðvík geri. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile, Fotios, Nico og Mario voru mjög góðir hjá Njarðvík. Allir að hitta vel og með yfir 20 í framlag. Daniel Mortensen var öflugastur hjá Þór, skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst. Hvað gekk illa? Þriggja stiga skotin hjá Þórsurum vildu lítið fara niður í fyrri hálfleik, einungis 11% nýting. Nýting Þórsara batnaði í seinni hálfleik en var samt samtals 25% verri en heimamanna sem telur talsvert. Þórsarar fengu góð færi en boltinn vildi ekki ofan í nægilega oft. Tapaðir boltar hjá Þór kostuðu gestina tíu stigum meira en tapaðir boltar heimamanna kostuðu þá. Hvað gerist næst? Njarðvík fer norður á Akureyri og mætir Þór næsta fimmtudag. Þór Þorlákshöfn mætir Vestra á heimaveli. Lárus: Vorum eins og handboltalið á tímabili Lárus Jónsson var ekki nógu sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld.vísir/hulda margrét „Mér fannst þetta vera svolítið mikill eltingaleikur hjá okkur og fannst við ekki bregðast nægilega vel við því að lenda undir. Við urðum pirraðir og í pirringnum reyndum við of mikið að redda þessu sjáfir, allir ætluðu að vera hetjurnar,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í dag. Hann hrósaði Njarðvíkingum og sagði að margir hefðu átt góðan leik hjá þeim. „Við hittum náttúrulega ekki neitt, samt fengum töluvert af opnum skotum. Kannski vorum við að skjóta þeim á vitlausu tempó-i af því við vorum að elta, flýttum okkur aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort hann hefði viljað fá boltann oftar á Ronaldas í teignum hafði Lárus þetta að segja: „Við hefðum mátt fara meira inn í teig, alveg sama hvernig við gerum það. Við vorum svolítið mikið að spila eins og handboltalið á tímabili.“ „Þeir voru allavega töluvert betri en við,“ sagði Lárus að lokum aðspurður hvort Þór hefði verið að mæta besta liði deildarinnar í dag. Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn
Íslandsmeistarar Þórs Þ. hófu titilvörn sína í Njarðvík þar sem að bikarmeistararnir tóku á móti þeim. Liðin mættust fyrir tæpri viku í Meistarakeppni KKÍ þar sem að Þórsarar höfðu betur, en Njarðvíkingar hefndu svo sannarlega fyrir það í kvöld með 25 stiga sigri, 107-82. Njarðvík byrjar tímabilið vel í Subway deildinni. Liðið leiddi nánast allan leikinn gegn Þór Þorlákshöfn í dag og vann að lokum sannfærandi sigur. Stemningin var hörkugóð og lentu einungis undir í upphafi leiks en litu svo aldrei um öxl. Varnarleikur Njarðvíkur var öflugur en svo þegar gestirnir fengu opin skot þá neitaði boltinn að fara ofan í. Sóknarleikur Njarðvíkur gekk eins og smurt og liðið var að hitta vel. 59% skotnýting úr tveggja stiga skotum og 46% nýting úr tveggja stiga skotum, Njarðvíkingar hefðu ekki getað óskað eftir betri sóknarleik. Leikurinn var aldrei neitt svakalega spennandi eftir að Njarðvík tók völdin en hraðinn var góður og flott tilþrif glöddu augað. Það var viðeigandi að Logi Gunnarsson setti niður þriggja stiga skot undir lokin og kom muninum upp í 25 stig á sínu 25. tímabili í meistaraflokki. Það vakti smá athygli í lokin að Njarðvík hélt alltaf áfram og reyndi að skora í síðustu sókninni. Deildin getur orðið jöfn og ótrúlegt en satt geta þessi þrjú stig talið í lok tímabilsins sem er líklega það sem heimamenn voru að hugsa. Af hverju vann Njarðvík? Sóknarleikur Njarðvíkur gerði það að verkum, fyrst og fremst. Njarðvík passaði mjög vel upp á boltann og nýtti sér það vel þegar Þórsarar töpuðu boltanum. Ég held það sé ekki hægt að tapa ef þú hittir jafnve og Njarðvík geri. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile, Fotios, Nico og Mario voru mjög góðir hjá Njarðvík. Allir að hitta vel og með yfir 20 í framlag. Daniel Mortensen var öflugastur hjá Þór, skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst. Hvað gekk illa? Þriggja stiga skotin hjá Þórsurum vildu lítið fara niður í fyrri hálfleik, einungis 11% nýting. Nýting Þórsara batnaði í seinni hálfleik en var samt samtals 25% verri en heimamanna sem telur talsvert. Þórsarar fengu góð færi en boltinn vildi ekki ofan í nægilega oft. Tapaðir boltar hjá Þór kostuðu gestina tíu stigum meira en tapaðir boltar heimamanna kostuðu þá. Hvað gerist næst? Njarðvík fer norður á Akureyri og mætir Þór næsta fimmtudag. Þór Þorlákshöfn mætir Vestra á heimaveli. Lárus: Vorum eins og handboltalið á tímabili Lárus Jónsson var ekki nógu sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld.vísir/hulda margrét „Mér fannst þetta vera svolítið mikill eltingaleikur hjá okkur og fannst við ekki bregðast nægilega vel við því að lenda undir. Við urðum pirraðir og í pirringnum reyndum við of mikið að redda þessu sjáfir, allir ætluðu að vera hetjurnar,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í dag. Hann hrósaði Njarðvíkingum og sagði að margir hefðu átt góðan leik hjá þeim. „Við hittum náttúrulega ekki neitt, samt fengum töluvert af opnum skotum. Kannski vorum við að skjóta þeim á vitlausu tempó-i af því við vorum að elta, flýttum okkur aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort hann hefði viljað fá boltann oftar á Ronaldas í teignum hafði Lárus þetta að segja: „Við hefðum mátt fara meira inn í teig, alveg sama hvernig við gerum það. Við vorum svolítið mikið að spila eins og handboltalið á tímabili.“ „Þeir voru allavega töluvert betri en við,“ sagði Lárus að lokum aðspurður hvort Þór hefði verið að mæta besta liði deildarinnar í dag.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti