Sebastian: Nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. október 2021 21:47 Sebastian Alexanderssyni var ekki skemmt í leikslok. vísir/vilhelm Sebastian Alexanderson, þjálfari HK í handbolta, var allt annað en sáttur eftir 4 marka tap á móti FH er liðin mættust í Kórnum í kvöld. FH leiddi leikinn nánast frá upphafi. Lokatölur 29-25. „Ég er mjög ósáttur, ekki endilega við tapið. Við héldum engum fókus á því sem við áttum að vera að gera en vorum rosalega fljótir að æsa okkur upp og missa hausinn í einhverja helvítis þvælu. Ég veit ekki hvað menn héldu að þeir væru eða hvaða íþrótt þeir voru að spila, en menn héldu engri athygli á hluti sem við höfðum stjórn á. Ég nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi, það hefur ekkert með reynslu að gera.“ Aðspurður hvaða kafli hafi orðið þeim að falli hafði Sebastian þetta að segja: „Það kom enginn kafli. Það kom bara eitt atvik og þá misstum við hausinn. Þá fær leikmaður hjá okkur olnbogaskot og allir missa sig í geðshræringu og eftir það gátum við ekki spilað í 10 mínútur. Við fengum 10-1 kafla á okkur því menn misstu fókus. Svo erum við að gera okkur seka um ótrúlega þvælu. Við erum með 16 tapaða bolta og flesta sem við eigum ekki að bjóða upp á. Með aðeins betri leik hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik.“ HK eru einungis búnir að spila einn leik og það í 1. umferð sem fór fram 16. september. „Það er ekkert brjálæðislega skemmtileg staða að loksins að fá að byrja Íslandsmótið og fara svo í þriggja vikna pásu meðan að aðrir eru að spila. Það er algjört fíaskó. Við verðum víst að taka þátt í því að Valur er í Evrópukeppni.“ Kristján Ottó Hjálmarsson fékk tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir að rífa kjaft við dómarann og var Sebastian ekki par hrifinn af því. „Þetta er bara heimskulegt og hann á ekkert að vera að tala við dómarann. Hann hefur engan stjórn á því sem er dæmt og hann á að beina sinni athygli að leiknum í stað þess að rífa kjaft. Ég er ánægður með dómarann að gefa honum auka tvær.“ Fyrir næsta leik vill Sebastian sjá strákana halda fókus. „Halda athygli á því sem við eigum að vera að gera. Við erum að reyna að búa til lið og við erum að hugsa til framtíðar og til lengri tíma. Allir leikir eru erfið verkefni fyrir okkur og nánast óyfirstíganleg. Við verðum líka að sýna framfarir í hverjum einasta leik og takast á við verkefnið betur og betur. Við tókumst ekki betur á við verkefnið í dag en á móti KA. FH gaf bullandi færi á sér til þess að það kæmu óvænt úrslit en við nýttum það ekki því við misstum fókus.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
„Ég er mjög ósáttur, ekki endilega við tapið. Við héldum engum fókus á því sem við áttum að vera að gera en vorum rosalega fljótir að æsa okkur upp og missa hausinn í einhverja helvítis þvælu. Ég veit ekki hvað menn héldu að þeir væru eða hvaða íþrótt þeir voru að spila, en menn héldu engri athygli á hluti sem við höfðum stjórn á. Ég nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi, það hefur ekkert með reynslu að gera.“ Aðspurður hvaða kafli hafi orðið þeim að falli hafði Sebastian þetta að segja: „Það kom enginn kafli. Það kom bara eitt atvik og þá misstum við hausinn. Þá fær leikmaður hjá okkur olnbogaskot og allir missa sig í geðshræringu og eftir það gátum við ekki spilað í 10 mínútur. Við fengum 10-1 kafla á okkur því menn misstu fókus. Svo erum við að gera okkur seka um ótrúlega þvælu. Við erum með 16 tapaða bolta og flesta sem við eigum ekki að bjóða upp á. Með aðeins betri leik hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik.“ HK eru einungis búnir að spila einn leik og það í 1. umferð sem fór fram 16. september. „Það er ekkert brjálæðislega skemmtileg staða að loksins að fá að byrja Íslandsmótið og fara svo í þriggja vikna pásu meðan að aðrir eru að spila. Það er algjört fíaskó. Við verðum víst að taka þátt í því að Valur er í Evrópukeppni.“ Kristján Ottó Hjálmarsson fékk tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir að rífa kjaft við dómarann og var Sebastian ekki par hrifinn af því. „Þetta er bara heimskulegt og hann á ekkert að vera að tala við dómarann. Hann hefur engan stjórn á því sem er dæmt og hann á að beina sinni athygli að leiknum í stað þess að rífa kjaft. Ég er ánægður með dómarann að gefa honum auka tvær.“ Fyrir næsta leik vill Sebastian sjá strákana halda fókus. „Halda athygli á því sem við eigum að vera að gera. Við erum að reyna að búa til lið og við erum að hugsa til framtíðar og til lengri tíma. Allir leikir eru erfið verkefni fyrir okkur og nánast óyfirstíganleg. Við verðum líka að sýna framfarir í hverjum einasta leik og takast á við verkefnið betur og betur. Við tókumst ekki betur á við verkefnið í dag en á móti KA. FH gaf bullandi færi á sér til þess að það kæmu óvænt úrslit en við nýttum það ekki því við misstum fókus.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35