Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 10:22 Frá æfingu taívanskra hermanna. EPA/RITCHIE B. TONGO Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. Þar eiga þeir að hafa verið að þjálfa hermenn Taívan og hjálpað við uppbyggingu varna Taívan gegn mögulegri innrás frá Kína. Wall Street Journal hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að á þriðja tug bandarískra hermanna hefðu verið á Taívan um nokkuð skeið. Ráðamann í Taívan neituðu að tjá sig um fregnirnar og það gerði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna einnig. það eina sem hann vildi segja var að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan, samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður utanríkisráðherra Kína vildi sömuleiðis lítið tjá sig um málið, samkvæmt frétt Washington Post. Hann ítrekaði að Bandaríkin þyrftu að hugsa um hve viðkvæmt málið væri og hætta hernaðarlegum samskiptum sínum við Taívan. Hann sagði einnig að Kína myndi taka öll nauðsynleg skref til að verja fullveldi sitt og landfræðilega einingu. Þessi mynd var tekin í vikunni í Suður-Kínahafi. Þarma má sjá herskip frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi.AP/Gray Gibson Washington Post segir litla umræðu um fregnirnar hafa farið fram á samfélagsmiðlum í Kína, sem sé til marks um að ríkið sé að fjarlægja færslur af netinu. Nokkrar færslur hafi fundist þar sem Kínverjar sögðu meðal annars að gera ætti innrás í Taívan hið snarasta. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Varnarmálaráðherra Taívans sagði nýverið að spennan milli Taívans og Kína hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Þar eiga þeir að hafa verið að þjálfa hermenn Taívan og hjálpað við uppbyggingu varna Taívan gegn mögulegri innrás frá Kína. Wall Street Journal hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að á þriðja tug bandarískra hermanna hefðu verið á Taívan um nokkuð skeið. Ráðamann í Taívan neituðu að tjá sig um fregnirnar og það gerði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna einnig. það eina sem hann vildi segja var að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan, samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður utanríkisráðherra Kína vildi sömuleiðis lítið tjá sig um málið, samkvæmt frétt Washington Post. Hann ítrekaði að Bandaríkin þyrftu að hugsa um hve viðkvæmt málið væri og hætta hernaðarlegum samskiptum sínum við Taívan. Hann sagði einnig að Kína myndi taka öll nauðsynleg skref til að verja fullveldi sitt og landfræðilega einingu. Þessi mynd var tekin í vikunni í Suður-Kínahafi. Þarma má sjá herskip frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi.AP/Gray Gibson Washington Post segir litla umræðu um fregnirnar hafa farið fram á samfélagsmiðlum í Kína, sem sé til marks um að ríkið sé að fjarlægja færslur af netinu. Nokkrar færslur hafi fundist þar sem Kínverjar sögðu meðal annars að gera ætti innrás í Taívan hið snarasta. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Varnarmálaráðherra Taívans sagði nýverið að spennan milli Taívans og Kína hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira