Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 10:22 Frá æfingu taívanskra hermanna. EPA/RITCHIE B. TONGO Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. Þar eiga þeir að hafa verið að þjálfa hermenn Taívan og hjálpað við uppbyggingu varna Taívan gegn mögulegri innrás frá Kína. Wall Street Journal hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að á þriðja tug bandarískra hermanna hefðu verið á Taívan um nokkuð skeið. Ráðamann í Taívan neituðu að tjá sig um fregnirnar og það gerði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna einnig. það eina sem hann vildi segja var að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan, samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður utanríkisráðherra Kína vildi sömuleiðis lítið tjá sig um málið, samkvæmt frétt Washington Post. Hann ítrekaði að Bandaríkin þyrftu að hugsa um hve viðkvæmt málið væri og hætta hernaðarlegum samskiptum sínum við Taívan. Hann sagði einnig að Kína myndi taka öll nauðsynleg skref til að verja fullveldi sitt og landfræðilega einingu. Þessi mynd var tekin í vikunni í Suður-Kínahafi. Þarma má sjá herskip frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi.AP/Gray Gibson Washington Post segir litla umræðu um fregnirnar hafa farið fram á samfélagsmiðlum í Kína, sem sé til marks um að ríkið sé að fjarlægja færslur af netinu. Nokkrar færslur hafi fundist þar sem Kínverjar sögðu meðal annars að gera ætti innrás í Taívan hið snarasta. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Varnarmálaráðherra Taívans sagði nýverið að spennan milli Taívans og Kína hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þar eiga þeir að hafa verið að þjálfa hermenn Taívan og hjálpað við uppbyggingu varna Taívan gegn mögulegri innrás frá Kína. Wall Street Journal hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að á þriðja tug bandarískra hermanna hefðu verið á Taívan um nokkuð skeið. Ráðamann í Taívan neituðu að tjá sig um fregnirnar og það gerði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna einnig. það eina sem hann vildi segja var að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan, samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður utanríkisráðherra Kína vildi sömuleiðis lítið tjá sig um málið, samkvæmt frétt Washington Post. Hann ítrekaði að Bandaríkin þyrftu að hugsa um hve viðkvæmt málið væri og hætta hernaðarlegum samskiptum sínum við Taívan. Hann sagði einnig að Kína myndi taka öll nauðsynleg skref til að verja fullveldi sitt og landfræðilega einingu. Þessi mynd var tekin í vikunni í Suður-Kínahafi. Þarma má sjá herskip frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi.AP/Gray Gibson Washington Post segir litla umræðu um fregnirnar hafa farið fram á samfélagsmiðlum í Kína, sem sé til marks um að ríkið sé að fjarlægja færslur af netinu. Nokkrar færslur hafi fundist þar sem Kínverjar sögðu meðal annars að gera ætti innrás í Taívan hið snarasta. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Varnarmálaráðherra Taívans sagði nýverið að spennan milli Taívans og Kína hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira