Rannsaka skyndilegt andlát fulltrúa í nefnd gegn spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 14:48 Anton Poliakov í úkraínska þinginu í júlí. Hann lést skyndilega í leigubíl í Kænugarði föstudaginn 8. október 2021. Vísir/Getty Úkraínska lögreglan rannsakar nú skyndilegt andlát ungs þingmanns í leigubíl í höfuðborginni Kænugarði í dag. Þingmaðurinn átti sæti í þingnefnd gegn spillingu. Anton Poliakov veiktist skyndilega og lést í leigubíl. Saksóknarar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Lögreglumenn fundu hann meðvitundarlausan í leigubílnum þegar þeir stöðvuðu ökumanninn vegna umferðarlagabrots. Poliakov var 33 ára gamall. Lögreglustjórinn í Kænugarði segir að lögregla telji að Poliakov hafi látist af náttúrulegum orsökum en ekki sé hægt að fullyrða það með fullri vissu. Rannsókn sé í gangi á dauða hans. Poliakov tilheyrði flokknum Fyrir framtíðina sem hefur verið bendlaður við Ihor Kolomoiskí, einn auðugasta mann Úkraínu. Hann sagði skilið við Þjóna þjóðarinnar, flokk Volodýmýrs Zelenskíj, forseta, vegna ágreinings um stefnumál, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Poliakov var einn af þeim þingmönnum sem lögðu fram þúsundir breytingatillagna við frumvarp um bankamál sem var talið ganga gegn hagsmunum Kolmoiskí. Leigubílstjórinn segir að Poliakov hafi komið í bílinn við stoppistöð utan við miðborgina. Skömmu síðar hafi hann kvartað undan veikindum. Að sögn lögreglu hafði Poliakov verið á veitingahúsi og drukkið áfengi áður. Eftir það hafi hann farið upp í bíl með öðrum karlmanni og ekið um í eina og hálfa klukkustund. Hann hafi ekki farið heim til sín þar sem hann átti í einhvers konar erjum við sambýliskonu sína sem er einnig þingmaður sem yfirgaf flokk forsetans. Óþekktur árásarmaður réðst á Poliakov þannig að hann þurfti á læknisaðstoð að halda í september í fyrra. Zelenskíj forseti og flokkur hans hafa reynt að takmarka völd hóps auðmanna sem eru jafnan kallaðir ólígarkar í Úkraínu. Óþekktir menn reyndu að ráða einn nánasta ráðgjafa forsetans af dögum í síðasta mánuði. Úkraína Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Anton Poliakov veiktist skyndilega og lést í leigubíl. Saksóknarar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Lögreglumenn fundu hann meðvitundarlausan í leigubílnum þegar þeir stöðvuðu ökumanninn vegna umferðarlagabrots. Poliakov var 33 ára gamall. Lögreglustjórinn í Kænugarði segir að lögregla telji að Poliakov hafi látist af náttúrulegum orsökum en ekki sé hægt að fullyrða það með fullri vissu. Rannsókn sé í gangi á dauða hans. Poliakov tilheyrði flokknum Fyrir framtíðina sem hefur verið bendlaður við Ihor Kolomoiskí, einn auðugasta mann Úkraínu. Hann sagði skilið við Þjóna þjóðarinnar, flokk Volodýmýrs Zelenskíj, forseta, vegna ágreinings um stefnumál, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Poliakov var einn af þeim þingmönnum sem lögðu fram þúsundir breytingatillagna við frumvarp um bankamál sem var talið ganga gegn hagsmunum Kolmoiskí. Leigubílstjórinn segir að Poliakov hafi komið í bílinn við stoppistöð utan við miðborgina. Skömmu síðar hafi hann kvartað undan veikindum. Að sögn lögreglu hafði Poliakov verið á veitingahúsi og drukkið áfengi áður. Eftir það hafi hann farið upp í bíl með öðrum karlmanni og ekið um í eina og hálfa klukkustund. Hann hafi ekki farið heim til sín þar sem hann átti í einhvers konar erjum við sambýliskonu sína sem er einnig þingmaður sem yfirgaf flokk forsetans. Óþekktur árásarmaður réðst á Poliakov þannig að hann þurfti á læknisaðstoð að halda í september í fyrra. Zelenskíj forseti og flokkur hans hafa reynt að takmarka völd hóps auðmanna sem eru jafnan kallaðir ólígarkar í Úkraínu. Óþekktir menn reyndu að ráða einn nánasta ráðgjafa forsetans af dögum í síðasta mánuði.
Úkraína Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira