Fór yfir það þegar Albert þóttist vera Willum er hann lék sér í FIFA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 08:00 Guðmundur Benediktsson sagði skemmtilega sögu af syni sínu, Alberti, og fyrrverandi þjálfara sínum Willum Þór. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson lék sér í tölvuleiknum FIFA eins og margur er hann var yngri. Það sem Albert gerði sem aðrir gerðu ef til vill ekki var að þykjast vera knattspyrnuþjálfarinn – og alþingismaðurinn - Willum Þór Þórsson og skamma leikmenn fyrir slakan fyrri hálfleik. Guðmundur Benediktsson var gestur hjá Vilhjálmi Frey Hallssyni og Andra Geir Gunnarssyni í hlaðvarpinu Steve dagskrá í liðinni viku. Þar fór Guðmundur yfir víðan völl eins og honum einum er lagi. Upp úr krafsinu kom kostuleg saga af syni hans, Alberti Guðmundssyni. Albert er í dag leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi sem og íslenska landsliðsins, var hann í byrjunarliði Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Armeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Á uppvaxtarárum sínum bjó Albert með karli föður sínum og móður í Vesturbænum þar sem Guðmundur var leikmaður KR og Willum Þór Þórsson, núverandi Alþingmaður Framsóknarflokksins, sem þjálfara. Guðmundur sagði sögu frá þeim tíma í hlaðvarpinu. Þar sem fjölskyldan bjó svo gott sem við KR-heimilið fór Albert reglulega með föður sínum á æfingar. Albert hafði því hitt Willum Þór nokkuð oft þegar hér er komið við sögu. "...og hann er Willum" @stevedagskra #fotboltinet pic.twitter.com/PtJuzicV9N— Fannar Veturliðason (@veturlidason) October 7, 2021 „Ég er inni í eldhúsinu og ég heyri í Alberti niðri í herbergi, það er allt að verða vitlaust. Hann er trylltur og ég rýk niður í herbergi til hans og hugsa einfaldlega hvað sé að gerast. Þá kemur í ljós að hann er að spila FIFA, það er hálfleikur og hann er Willum, og hann er trylltur,“ sagði Gummi við mikla gleði þáttastjórnenda. „Hann var einfaldlega búinn að alast upp við þetta: Að ef Willum var ósáttur þá lét hann heyra í sér. Þarna var Albert ósáttur í hálfleik og lét alla leikmennina heyra það,“ sagði Gummi að endingu. Þáttinn í heild sinni má finna á vef SoundCloud. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur hjá Vilhjálmi Frey Hallssyni og Andra Geir Gunnarssyni í hlaðvarpinu Steve dagskrá í liðinni viku. Þar fór Guðmundur yfir víðan völl eins og honum einum er lagi. Upp úr krafsinu kom kostuleg saga af syni hans, Alberti Guðmundssyni. Albert er í dag leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi sem og íslenska landsliðsins, var hann í byrjunarliði Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Armeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Á uppvaxtarárum sínum bjó Albert með karli föður sínum og móður í Vesturbænum þar sem Guðmundur var leikmaður KR og Willum Þór Þórsson, núverandi Alþingmaður Framsóknarflokksins, sem þjálfara. Guðmundur sagði sögu frá þeim tíma í hlaðvarpinu. Þar sem fjölskyldan bjó svo gott sem við KR-heimilið fór Albert reglulega með föður sínum á æfingar. Albert hafði því hitt Willum Þór nokkuð oft þegar hér er komið við sögu. "...og hann er Willum" @stevedagskra #fotboltinet pic.twitter.com/PtJuzicV9N— Fannar Veturliðason (@veturlidason) October 7, 2021 „Ég er inni í eldhúsinu og ég heyri í Alberti niðri í herbergi, það er allt að verða vitlaust. Hann er trylltur og ég rýk niður í herbergi til hans og hugsa einfaldlega hvað sé að gerast. Þá kemur í ljós að hann er að spila FIFA, það er hálfleikur og hann er Willum, og hann er trylltur,“ sagði Gummi við mikla gleði þáttastjórnenda. „Hann var einfaldlega búinn að alast upp við þetta: Að ef Willum var ósáttur þá lét hann heyra í sér. Þarna var Albert ósáttur í hálfleik og lét alla leikmennina heyra það,“ sagði Gummi að endingu. Þáttinn í heild sinni má finna á vef SoundCloud.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira