Ráðstefnan verður í beinni útsendingu hér á Vísi en uppselt er á ráðstefnuna.
Með ráðstefnunni á að brúa bilið í samræðum milli atvinnulífs, velferðar- og félagsþjónustunnar, fræðasamfélagsins og fatlaðs fólks. Þar verður meðal annars rætt um áhrif gervigreindar á stöðu fatlaðs fólks og verður Chris Hass, einn fremsti sérfræðingur í stafrænni framþróun, með fjarfyrirlestur um málið.
Þá munu fulltrúar atvinnulífsins mæta, þar á meðal Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og mun hann greina frá samstarfsverkefni SA og Þroskahjálpar. Þá mætir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa á ráðstefnuna.
Fulltrúar hins opinbera mæta frá Reykjavíkurborg og Vinnumálastofnun.Þá verður rætt um lagalegréttindi fatlaðs fólks og alþjóðlegar skuldbindingar af fulltrúum Þroskahjálpar og Jafnréttisstofu. Og loks verður farið yfir reynslu fatlaðs fólks af vinnumarkaði.