Náðu að knýja fram upphitaðan körfuboltavöll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. október 2021 14:31 Alfa, Signý og Sigurður eiga öll sæti í lýðræðisþingi Grunnskólans í Stykkishólmi. Upphitaður körfuboltavöllur, frisbígolf og slökunarherbergi er á meðal þess sem krakkar í lýðræðisþingi í Stykkishólmi hafa beitt sér fyrir, kosið um og komið í gegn á undanförnum misserum. Krakkarnir segja mikilvægt að þeirra rödd fái líka að heyrast í samfélaginu en eru ekkert endilega vissir um að þá langi á þing. Lýðræðisþingið er mikilvægur liður í Grunnskólanum í Stykkishólmi, en þar geta nemendur í sjöunda til tíunda bekk lagt sitt af mörkum í mótun skólastefnunnar og lagt fram hugmyndir eða tillögur til úrbóta sem skólastjórnendur taka síðan til greina. Skólastjórinn segir það hafa reynst afar vel að hafa nemendur í ráðum og nemendurnir sjálfir eru ekki síður ánægðir. „Við erum búin að vera í þessu síðan í sjöunda bekk, um það bil. Þá fáum við að velja hvort við viljum vera í þessu eða ekki og við vildum það,” segir Signý Rós Sævarsdóttir, nemandi í níunda bekk. Foto: Stykkishólmur/Sigurjón Krakkarnir segjast sammála því að mikilvægt sé að hafa rödd í samfélaginu og að skoðanir þeirra séu teknar til greina. „Við viljum fá að koma með okkar rödd og hugmyndir sem við höfum,” segir Alfa Magðalena Frost, sem er líka í níunda bekk. Nú nýverið fengu nemendurnir nokkurs konar slökunarherbergi sem þeir geta nýtt í frímínútum og annað stórt mál er hádegismaturinn. „Valið í bekknum okkar var pítsa og grjónagrautur. Það er rosalega vinsælt,” segir Signý. Þeim finnst skemmtilegt að fá á vissan hátt að taka þátt í pólitík. „Það hefur góða og slæma tíma,” segir Sigurður Mar Magnússon, í tíunda bekk, sem segist alveg geta hugsað sér að starfa á þingi. Stykkishólmur Skóla - og menntamál Íþróttir barna Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Lýðræðisþingið er mikilvægur liður í Grunnskólanum í Stykkishólmi, en þar geta nemendur í sjöunda til tíunda bekk lagt sitt af mörkum í mótun skólastefnunnar og lagt fram hugmyndir eða tillögur til úrbóta sem skólastjórnendur taka síðan til greina. Skólastjórinn segir það hafa reynst afar vel að hafa nemendur í ráðum og nemendurnir sjálfir eru ekki síður ánægðir. „Við erum búin að vera í þessu síðan í sjöunda bekk, um það bil. Þá fáum við að velja hvort við viljum vera í þessu eða ekki og við vildum það,” segir Signý Rós Sævarsdóttir, nemandi í níunda bekk. Foto: Stykkishólmur/Sigurjón Krakkarnir segjast sammála því að mikilvægt sé að hafa rödd í samfélaginu og að skoðanir þeirra séu teknar til greina. „Við viljum fá að koma með okkar rödd og hugmyndir sem við höfum,” segir Alfa Magðalena Frost, sem er líka í níunda bekk. Nú nýverið fengu nemendurnir nokkurs konar slökunarherbergi sem þeir geta nýtt í frímínútum og annað stórt mál er hádegismaturinn. „Valið í bekknum okkar var pítsa og grjónagrautur. Það er rosalega vinsælt,” segir Signý. Þeim finnst skemmtilegt að fá á vissan hátt að taka þátt í pólitík. „Það hefur góða og slæma tíma,” segir Sigurður Mar Magnússon, í tíunda bekk, sem segist alveg geta hugsað sér að starfa á þingi.
Stykkishólmur Skóla - og menntamál Íþróttir barna Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira