Tárvotar, tólf ára stelpur fengu að hitta liðsfélaga Berglindar eftir metleikinn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 08:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur í Hammarby eiga sér marga stuðningsmenn en þrjár af þeim dyggustu táruðust af gleði þegar þær fengu að hitta leikmenn eftir leik í gær. Skjáskot Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt marka Hammarby í metleiknum gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Alls voru 18.537 áhorfendur á leiknum en þrjár tólf ára stelpur úr stuðningsmannahópi Hammarby skáru sig úr. Ljóst var fyrir helgi að metfjöldi áhorfenda yrði á leiknum en áður höfðu mest 9.413 áhorfendur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni, svo metfjöldinn nánast tvöfaldaðist í gær. Það var því vel fagnað þegar Berglind skoraði laglegt mark og kom Hammarby í 3-1 en liðið fagnaði að lokum 4-1 sigri gegn Hallberu Guðnýju Gísladóttur og hennar liði. Berglind lagði upp fyrsta mark leiksins og hér að neðan má sjá mörkin og stemninguna á leiknum sögulega: Stuðningsmenn Hammarby fögnuðu mislengi en þrjár tólf ára stelpur héldu lengi áfram að fagna fyrir utan Tele2 Arena leikvanginn. Söngur þeirra heyrðist vel og allt í einu opnuðust dyrnar og þeim var hleypt inn til að gleðjast með leikmönnum Hammarby, og taka af sér myndir með þeim. „Ég var að fá taugaáfall,“ sagði Mary Olsson, ein af þríeykinu. „Ég gat varla andað. Ég fékk tár í augun,“ bætti Alma Rensfelt við en viðbrögð stelpnanna má sjá hér að neðan. pic.twitter.com/D2GkA4AieE— Sportbladet (@sportbladet) October 11, 2021 Matilda Vinberg, Emma Jansson og Madelen Janogy hittu aðdáendurna ungu og spjölluðu við þá. „Ég hélt að það væri bara verið að hleypa okkur inn svo við gætum aðeins hlýjað okkur en svo stóðu þær þarna,“ sagði Rensfelt. „Þetta var bara algjört sjokk,“ sagði Moa Bohlin. Janogy spurði hvort þeim væri ekki kalt og stelpurnar ungu svöruðu því játandi en voru svo fljótar að koma sér í það að taka „sjálfur“ með hetjunum sínum. Emma Jansson sagði svo hlæjandi að eftir næsta heimaleik, 30. október, yrðu þær að vera fljótari að opna dyrnar. Eftir sigurinn er Hammarby með 28 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslendingaliðið Kristianstad er í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa unnið liðið í 3. sæti, Eskilstuna, 2-0 í gær. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad. Sænski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51 Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Einhenta undrið ekki í NBA Körfubolti Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Fótbolti FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Fótbolti „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deildin og Formúla 1 Sport Penninn á lofti í Keflavík Körfubolti Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Handbolti Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Bonny til Inter Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
Ljóst var fyrir helgi að metfjöldi áhorfenda yrði á leiknum en áður höfðu mest 9.413 áhorfendur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni, svo metfjöldinn nánast tvöfaldaðist í gær. Það var því vel fagnað þegar Berglind skoraði laglegt mark og kom Hammarby í 3-1 en liðið fagnaði að lokum 4-1 sigri gegn Hallberu Guðnýju Gísladóttur og hennar liði. Berglind lagði upp fyrsta mark leiksins og hér að neðan má sjá mörkin og stemninguna á leiknum sögulega: Stuðningsmenn Hammarby fögnuðu mislengi en þrjár tólf ára stelpur héldu lengi áfram að fagna fyrir utan Tele2 Arena leikvanginn. Söngur þeirra heyrðist vel og allt í einu opnuðust dyrnar og þeim var hleypt inn til að gleðjast með leikmönnum Hammarby, og taka af sér myndir með þeim. „Ég var að fá taugaáfall,“ sagði Mary Olsson, ein af þríeykinu. „Ég gat varla andað. Ég fékk tár í augun,“ bætti Alma Rensfelt við en viðbrögð stelpnanna má sjá hér að neðan. pic.twitter.com/D2GkA4AieE— Sportbladet (@sportbladet) October 11, 2021 Matilda Vinberg, Emma Jansson og Madelen Janogy hittu aðdáendurna ungu og spjölluðu við þá. „Ég hélt að það væri bara verið að hleypa okkur inn svo við gætum aðeins hlýjað okkur en svo stóðu þær þarna,“ sagði Rensfelt. „Þetta var bara algjört sjokk,“ sagði Moa Bohlin. Janogy spurði hvort þeim væri ekki kalt og stelpurnar ungu svöruðu því játandi en voru svo fljótar að koma sér í það að taka „sjálfur“ með hetjunum sínum. Emma Jansson sagði svo hlæjandi að eftir næsta heimaleik, 30. október, yrðu þær að vera fljótari að opna dyrnar. Eftir sigurinn er Hammarby með 28 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslendingaliðið Kristianstad er í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa unnið liðið í 3. sæti, Eskilstuna, 2-0 í gær. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að vanda í liði Kristianstad.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51 Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Einhenta undrið ekki í NBA Körfubolti Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Fótbolti FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Fótbolti „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deildin og Formúla 1 Sport Penninn á lofti í Keflavík Körfubolti Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Handbolti Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Bonny til Inter Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
Berglind Björg á skotskónum í stórsigri Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. október 2021 14:51
Berglind og Hallbera mætast í algjörum metleik Áhorfendametið á leik í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð verður stórbætt á sunnudaginn þegar Stokkhólmsliðin Hammarby og AIK mætast. 8. október 2021 17:01