Vill leggja meiri áherslu á að bæta líf þegna sinna Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2021 14:09 Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði eftir því í gær að embættismenn sínir legðu meiri áherslu á að bæta líf íbúa landsins. Það væri nauðsynlegt vegna verulega slæms ástands efnahags landsins. Þetta sagði Kim á hátíð þar sem haldið var upp á 76 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Kim varaði við því að framtíðin væri ekki björt. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki sem rekja má til viðskiptaþvingana og refsiaðgerða vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins, auk þess sem ofsaveður hefur ítrekað komið niður á uppskeru í landinu. Ríkisstjórn Kim lokaði þar að auki landamærum ríkisins nánast alfarið vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sjá einnig: Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Samkvæmt frétt Yonhap-fréttaveitunnar, sem vitnar í ríkismiðil Norður-Kóreu, hvatt Kim embættismenn til að þjóna fólkinu eins og guð. Einnig væri nauðsynlegt að framfylgja fimm ára efnahagsáætlun Norður-Kóreu og bæta vandamál sem snúa að húsnæði og matvælum. Hann sagði embættismenn ekki eiga að búast við eða óska eftir sérstakri meðferð og fríðindum. Allir þyrftu að vera sameinaðir í þeirri vinnu sem þjóðin stæði frammi fyrir. Sjá einnig: Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Reuters fréttaveitan segir Kim ekkert hafa sagt um kjarnorkuvopnastefnu sína eða samskipti Norður-Kóreu við Suður-Kóreu og Bandaríkin. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slæmt ástand í Norður-Kóreu sé engum nema Kim og ríkisstjórn hans að kenna. Einræðisherrann noti sér þegna sína og brjóti á mannréttindum þeirra með því að nota allar auðlindir ríkisins til að byggja upp gereyðingarvopn sín og eldflaugar til að bera þau. Norður-Kórea Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Þetta sagði Kim á hátíð þar sem haldið var upp á 76 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Kim varaði við því að framtíðin væri ekki björt. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki sem rekja má til viðskiptaþvingana og refsiaðgerða vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins, auk þess sem ofsaveður hefur ítrekað komið niður á uppskeru í landinu. Ríkisstjórn Kim lokaði þar að auki landamærum ríkisins nánast alfarið vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sjá einnig: Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Samkvæmt frétt Yonhap-fréttaveitunnar, sem vitnar í ríkismiðil Norður-Kóreu, hvatt Kim embættismenn til að þjóna fólkinu eins og guð. Einnig væri nauðsynlegt að framfylgja fimm ára efnahagsáætlun Norður-Kóreu og bæta vandamál sem snúa að húsnæði og matvælum. Hann sagði embættismenn ekki eiga að búast við eða óska eftir sérstakri meðferð og fríðindum. Allir þyrftu að vera sameinaðir í þeirri vinnu sem þjóðin stæði frammi fyrir. Sjá einnig: Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Reuters fréttaveitan segir Kim ekkert hafa sagt um kjarnorkuvopnastefnu sína eða samskipti Norður-Kóreu við Suður-Kóreu og Bandaríkin. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slæmt ástand í Norður-Kóreu sé engum nema Kim og ríkisstjórn hans að kenna. Einræðisherrann noti sér þegna sína og brjóti á mannréttindum þeirra með því að nota allar auðlindir ríkisins til að byggja upp gereyðingarvopn sín og eldflaugar til að bera þau.
Norður-Kórea Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira