Arnar Þór: Traust og virðing virkar í báðar áttir Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2021 21:50 Arnar Þór á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í mál Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Guðlaugs Victors Pálssonar eftir leikinn gegn Lichtenstein í kvöld. Hann sagði að traust og virðing virkaði í báðar áttir, það væri ekki bara bara hægt að gefa í aðra áttina. Guðlaugur Victor Pálsson yfirgaf landsliðshópinn eftir leikinn gegn Armeníu þar sem hann var í byrjunarliðinu og hélt aftur til félagsliðs síns Schalke. Arnar Þór Viðarsson sagði í viðtali í gær að hann hefði viljað halda Guðlaugi Victori en að valið hefði verið hans. „Ég virði ákvörðun Gulla. Félagið hans er sá aðili sem borgar launin og ég skil knattspyrnuheiminn mjög vel. Við þurfum ekkert alltaf að vera sammála. Það eina sem gerist þegar menn eru ekki á svæðinu er að þá kemur möguleiki fyrir aðra að stíga inn og gera vel,“ sagði Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors. Hann sagði það draum margra að spila fyrir landsliðið. „Ef við horfum til dæmis á Stefán Teit Þórðarson, það sem Þórir Jóhann er að gera og svo framvegis. Það eru margir drengir og stúlkur sem eiga þann draum að spila fyrir landsliðið. Þetta verður rætt, ég skil ákvörðun Gulla en ég er ekki sammála henni. Traustið er ekki farið út um gluggann“ Ekki beint gegn þjálfurum eða liðinu Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu í september.Vísir/Hulda Margrét Þá var Arnar Þór einnig spurður út í Jóhann Berg Guðmundsson sem gaf ekki kost á sér í þetta landsliðsverkefni vegna meiðsla. Jóhann Berg viðurkenndi þó í viðtali að það hefði haft áhrif á ákvörðun hans að hann væri ekki fyllilega sáttur með vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands undanfarið. „Ég mun ræða við alla leikmenn. Ég hef það fyrir vinnureglu að taka enga ákvörðun út frá tilfinningum,“ sagði Arnar Þór þegar hann var spurður hvort fjarvera Jóhanns Bergs og Guðlaugs Victors myndi hafa áhrif á val á landsliðshópi fyrir næsta verkefni. „Eins og ég skildi þetta frá Jóa þá var þessu alls ekki beint í átt að liðinu, starfsfólki, þjálfurum eða hópnum. Ég tók því þannig en við þurfum að spyrja hann að því. Að sjálfsögðu er það mikilvægt til að gefa fullt traust að traustið og virðingin sé í báðar áttir, það er ekki bara hægt að gefa. Maður þarf að finna að menn séu með af fullum krafti.“ Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðshanskana á hilluna eftir síðasta landsliðsverkefni. Arnar Þór sagðist ekki vita um neina leikmenn sem væru að íhuga það að hætta með landsliðinu. „Ég veit ekki um neina. Þetta snýst um að menn séu „all in“ í landsliðinu. Menn sem eru það og með alla þessa reynslu eru svo sannarlega velkomnir. Við þurfum á þessum leikmönnum að halda svo liðið geti tekið þessi skref sem það þarf sem fyrst.“ HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson yfirgaf landsliðshópinn eftir leikinn gegn Armeníu þar sem hann var í byrjunarliðinu og hélt aftur til félagsliðs síns Schalke. Arnar Þór Viðarsson sagði í viðtali í gær að hann hefði viljað halda Guðlaugi Victori en að valið hefði verið hans. „Ég virði ákvörðun Gulla. Félagið hans er sá aðili sem borgar launin og ég skil knattspyrnuheiminn mjög vel. Við þurfum ekkert alltaf að vera sammála. Það eina sem gerist þegar menn eru ekki á svæðinu er að þá kemur möguleiki fyrir aðra að stíga inn og gera vel,“ sagði Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors. Hann sagði það draum margra að spila fyrir landsliðið. „Ef við horfum til dæmis á Stefán Teit Þórðarson, það sem Þórir Jóhann er að gera og svo framvegis. Það eru margir drengir og stúlkur sem eiga þann draum að spila fyrir landsliðið. Þetta verður rætt, ég skil ákvörðun Gulla en ég er ekki sammála henni. Traustið er ekki farið út um gluggann“ Ekki beint gegn þjálfurum eða liðinu Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu í september.Vísir/Hulda Margrét Þá var Arnar Þór einnig spurður út í Jóhann Berg Guðmundsson sem gaf ekki kost á sér í þetta landsliðsverkefni vegna meiðsla. Jóhann Berg viðurkenndi þó í viðtali að það hefði haft áhrif á ákvörðun hans að hann væri ekki fyllilega sáttur með vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands undanfarið. „Ég mun ræða við alla leikmenn. Ég hef það fyrir vinnureglu að taka enga ákvörðun út frá tilfinningum,“ sagði Arnar Þór þegar hann var spurður hvort fjarvera Jóhanns Bergs og Guðlaugs Victors myndi hafa áhrif á val á landsliðshópi fyrir næsta verkefni. „Eins og ég skildi þetta frá Jóa þá var þessu alls ekki beint í átt að liðinu, starfsfólki, þjálfurum eða hópnum. Ég tók því þannig en við þurfum að spyrja hann að því. Að sjálfsögðu er það mikilvægt til að gefa fullt traust að traustið og virðingin sé í báðar áttir, það er ekki bara hægt að gefa. Maður þarf að finna að menn séu með af fullum krafti.“ Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðshanskana á hilluna eftir síðasta landsliðsverkefni. Arnar Þór sagðist ekki vita um neina leikmenn sem væru að íhuga það að hætta með landsliðinu. „Ég veit ekki um neina. Þetta snýst um að menn séu „all in“ í landsliðinu. Menn sem eru það og með alla þessa reynslu eru svo sannarlega velkomnir. Við þurfum á þessum leikmönnum að halda svo liðið geti tekið þessi skref sem það þarf sem fyrst.“
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira
„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01
Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00