Ghostface mætir aftur til að hrella ung- og gamalmenni Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2021 13:32 Ghostface er mættur aftur og þetta sinn er það persónulegt. Svo virðist það allavega vera samkvæmt fyrstu stiklu nýjustu Scream-myndarinnar sem frumsýnd var í dag. Tæknilega séð er þetta fimmta Scream-myndin en hún heitir þó eingöngu Scream. Þau Neve Campbell, Courtney Cox og David Arquette snúa öll aftur til að takast á við nýjan Ghosface-morðingja sem virðist vera að myrða ættingja morðingjanna í úr gömlu myndunum. Þetta er fyrsta myndin í seríunni sem er ekki leikstýrð af Wes Craven en hann dó árið 2015. Þess í stað eru það Matt Bettinelli-Olpin og Tyler Gillett sem leikstýra myndinni sem á að frumsýna í janúar. Þar má greina ákveðna nostalgíu í fyrstu stiklu myndarinnar og þá sérstaklega í upphafi þegar heimasími hringir hjá ungri konu sem er ein heima. Í nýlegu viðtali við Entertainment Weekly sagði Gillet að leikstjórnir hefðu lagt mikið á sig til að tryggja að enginn vissi hver/hverjir, væri/væru morðinginn/morðingjarnir. Það hefði ekki komið fram í handritum sem leikarar myndarinnar fengu og þeir hefðu haldið því frá leikurunum þar til það varð ómögulegt við tökurnar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tæknilega séð er þetta fimmta Scream-myndin en hún heitir þó eingöngu Scream. Þau Neve Campbell, Courtney Cox og David Arquette snúa öll aftur til að takast á við nýjan Ghosface-morðingja sem virðist vera að myrða ættingja morðingjanna í úr gömlu myndunum. Þetta er fyrsta myndin í seríunni sem er ekki leikstýrð af Wes Craven en hann dó árið 2015. Þess í stað eru það Matt Bettinelli-Olpin og Tyler Gillett sem leikstýra myndinni sem á að frumsýna í janúar. Þar má greina ákveðna nostalgíu í fyrstu stiklu myndarinnar og þá sérstaklega í upphafi þegar heimasími hringir hjá ungri konu sem er ein heima. Í nýlegu viðtali við Entertainment Weekly sagði Gillet að leikstjórnir hefðu lagt mikið á sig til að tryggja að enginn vissi hver/hverjir, væri/væru morðinginn/morðingjarnir. Það hefði ekki komið fram í handritum sem leikarar myndarinnar fengu og þeir hefðu haldið því frá leikurunum þar til það varð ómögulegt við tökurnar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira