Atli hefur ekki leiðið með Selfyssingum undanfarið, en í samtali við vefmiðilinn Handbolti.is satðfesti Atli að hann hefði farið í aðgerð á dögunum þar sem að liðþófi í öðru hnénu var lagaður.
Hann staðfesti einnig að hann muni ekki leika með Selfyssingum fyrr en eftir jól ef allt gengur vel.
Selfyssingar hafa ekki farið eins vel af stað í Olís-deildinni og þeir hefðu vonað. Liðið er hefur unnið einn leik og tapað hinum þrem í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Liðið er frekar þunnskipað, en margir af þeirra lykilmönnum eru á meiðslalistanum.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.